Örvitinn

Atvinnugóðmenni

PrestastefnaEr sá sem fær (vel) borgað fyrir "góðverk" í raun góður?

Eru atvinnugóðmenni í rauninni góðmenni? Er prestur sem huggar fólk í sorg ofsalega góð manneskja þegar eina ástæðan fyrir því að hann gerir það er að það er vinnan hans? Er prestur sem útdeilir gjöfum frá Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða Krossinum gjafmildur?

Er það dæmi um góðsemi þegar ég leysi vandamál viðskiptavina?

Nei, varla.

Fólk getur verið misgott í starfi sínu og sumir hafa meiri þjónustulund en aðrir.

Nú er ég ekki að segja að prestar geti ekki verið góðmenni (og hef aldrei sagt) en það sem þeir gera í vinnunni, á okkar kostnað, er ekki dæmi um góðmennsku.

Ætli andsvar prestanna yrði ekki að segja að þær séu alltaf í vinnunni. Eflaust trúa þeir því sjálfir að þeir séu alveg ógeðslega góðir, miklu betri en allir aðrir.

kristni
Athugasemdir

Svanur - 21/08/09 13:06 #

Ég myndi telja líklegt að prestar, sem velja sér að vera prestar að eigin vali, séu að velja sér starfsvettvang þar sem að þeir vilji láta gott af sér leiða.

Hvað ef að prestur gerir góðverk utan vinnutíma, eins og að hugga ættingja þegar að dauðsfall verður?

Þú ert kannski ekki sammála þeirra aðferðum, en þeir eru klárlega að reyna að láta gott af sér leiða, að halda öðru fram er líklega ekki rétt.

Góðverk? tja, það fer eftir því hvernig þú skilgreinir það.

Matti - 21/08/09 13:11 #

Ég myndi telja líklegt að prestar, sem velja sér að vera prestar að eigin vali, séu að velja sér starfsvettvang þar sem að þeir vilji láta gott af sér leiða.

Ég myndi telja líklegra að þeir séu að velja sér vettvang vegna trúarhita. Fólk getur látið gott af sér leiða á ýmsum vettvangi.

Hvað ef að prestur gerir góðverk utan vinnutíma, eins og að hugga ættingja þegar að dauðsfall verður?

Hver gerir það ekki? Þeir sem gera góðverk eru væntanlega góðir.

Þú ert kannski ekki sammála þeirra aðferðum, en þeir eru klárlega að reyna að láta gott af sér leiða, að halda öðru fram er líklega ekki rét

Ég held öðru fram. Þeir eru fyrst og fremst að reyna að boða trú sína. Ég tel það ekki "gott".

Kalli - 21/08/09 13:49 #

Ég myndi telja líklegt að prestar, sem velja sér að vera prestar að eigin vali, séu að velja sér starfsvettvang þar sem að þeir vilji láta gott af sér leiða.

Mér þætti gaman að heimfæra þetta á pólitíkusa.

Svo spilar hálf milljón á mánuði örugglega ekkert inn í þetta.

Matti - 21/08/09 13:59 #

N.b. hálfa milljón í byrjunarlaun.

Svanur - 21/08/09 15:11 #

Pólítíkusar ætla nú líklega flestir að láta gott af sér leiða, verður maður ekki að reyna að trúa því?

Annars er nú erfitt að reyna að fara að verja þá!!!!!

Hálf miljón í byrjunarlaun er nú ekkert sérstaklega mikið, ekki miðað við bankamenn...

Auðvitað eru þeir sem eru að reyna að boða trú sína sannfærðir um að þeir hafi rétt fyrir sér, alveg eins og þið eruð sannfærðir um að þið hafið rétt fyrir ykkur. Varla haldiði að það séu einhverjar annarlegar kenndir aðrar þar að baki?

Það er hægt að trúa hverju sem er, sá sem trúir er sannfærður, um það þarf ekki að efast.

Það getur auðvitað verið að þeir hafi rétt fyrir sér, alveg eins og það getur verið að þið hafið rétt fyrir ykkur.

Allt er nú samt best í hófi, trú og trúleysi.

Eina sem er ekki hægt að efast um er að Arsenal eru að spila skemmtilegasta boltann í deildinni og eru langbestir. Reyniði bara að hrekja það!

Matti - 21/08/09 15:17 #

Hálf miljón í byrjunarlaun er nú ekkert sérstaklega mikið, ekki miðað við bankamenn...

Hehe, ég held við séum aðeins að endurskoða þau viðmið þessa dagana :-) Þetta eru ansi fín laun miðað við t.d. kennara sem óneitanlega gera miklu meira gagn í samfélaginu.

Auðvitað eru þeir sem eru að reyna að boða trú sína sannfærðir um að þeir hafi rétt fyrir sér, alveg eins og þið eruð sannfærðir um að þið hafið rétt fyrir ykkur.

Já en við erum ekki á launum frá hinu opinbera við að halda frammi okkar málstað.

Eina sem er ekki hægt að efast um er að Arsenal eru að spila skemmtilegasta boltann í deildinni og eru langbestir. Reyniði bara að hrekja það!

Svona trúvilla er ekki liðin á þessari síðu! Nei, annars skal ég sem stuðningsmaður Liverpool alveg taka undir með þér að Arsenal spilar oft afskaplega skemmtilegan bolta, eru stundum skemmtilegasta liðið í ensku deildinni.

Kalli - 21/08/09 16:28 #

Allt er nú samt best í hófi, trú og trúleysi.

Líka manndráp, stríð og lygar.

Allt best í hófi.