Örvitinn

Frystiskápur

frystiskápurKeyptum frystiskáp á fimmtudag, fengum afhentan á föstudag. Nú murrar skápurinn í þvottahúsinu á neðstu hæð. Eigum eftir að endurraða þar inni, færa þurrkarann í hitt hornið svo hægt sé að setja hann í samband í sama tengil og þvottavélina. Ég þarf eitthvað að mixa rafmagnstengla og fjöltengi. Redda því seinnipartinn.

Það tókur okkur ekki nema tíu mánuði að kaupa frystiskáp. Óþarfi að flýta sér of mikið.

Tæmdum frystihólfið í ísskápnum og erum að þíða það. Hentum helmingnum sem þar var.

Næst þurfum við að fylla frystiskápinn. Spurning um að heimsækja Matarbúrið fljótlega og versla í a.m.k. og eina skúffu.

ps. Þessi færsla er meðal annars skrifuð fyrir Óla Gneista. Skelli henni í græjuflokkinn.

dagbók græjur
Athugasemdir

Tinna G. Gígja - 20/09/09 13:08 #

"Afþýða"?

Í fyrsta lagi er einfalt í í "þíða", þessvegna þiðna hlutir í stað þess að þyðna. Hafi frystihólfið hins vegar verið á öðru tungumáli (ég geri ráð fyrir því að þú sért með talandi frystihólf) er góð hugmynd að þýða það.

Í annan stað er óþarfi að skeyta "af" þarna framan við, enda snýr það merkingunni við.

Ég veit svosem ekki hvaða orð á að nota í staðinn, en gullna reglan á við: Ef þú ert í vafa, strumpaðu.

/pedantic snark

Ég vildi að ég hefði pláss fyrir frystiskáp eða -kistu. Eins og er verð ég að láta mér nægja frystinn í ísskápnum og að éta það sem ekki kemst í hann.

Gangi ykkur annars vel með strumpunina.

Matti - 20/09/09 13:14 #

Ég lagaði þetta :-)

Eva Mjöll - 20/09/09 13:46 #

Hvernig væri að taka bara sunnudagsbíltúr í kjósina og kíkja í kaffi í leiðinni:)

Jens - 20/09/09 14:12 #

Þetta er samsláttur við so. að affrysta.

Matti - 20/09/09 14:29 #

Eva, við erum af fara í afmælisboð í Hafnafirði. Annars hefði þetta verið fín hugmynd.

Eva Mjöll - 21/09/09 12:25 #

Það er víst best að versla hjá þeim á föstudögum eða laugardögum, mikið búið á sunnudögum. Þið hafið það kannski bak við eyrað svo þið komið ekki fýluferð:)

Matti - 21/09/09 14:01 #

Er ekki hægt að panta hjá þeim líka?

Eva Mjöll - 21/09/09 14:48 #

Jú það er hægt. Við ætlum einmitt að fara að gera það líka:)