Örvitinn

Sameinumst um Liverpool!

Hrannar Baldursson hefur bæst í hóp þeirra (fyrir voru m.a. biskup, flestir prestar og JVJ) sem halda að þjóðin þurfi (meiri) kristni til að komast úr kreppunni.

Okkur vantar sameiningarafl og sama hversu auðvelt og réttlætanlegt er að gagnrýna trúarbrögð, þá er sameining það raunverulega gildi sem trúarbrögð geta gefið, þó að þau séu ótrúleg.

Ég legg til að þjóðin sameinist um að styðja Liverpool, hvort sem fólk hefur áhuga á fótbolta eða ekki. Ef allir styðja Liverpool verður minni sundrung í samfélaginu.

Þetta er náttúrulega bilun.

kristni vísanir
Athugasemdir

Mummi - 22/09/09 09:08 #

Nei Matti. Ef allir myndu byrja að halda með United myndi fólk upplifa minni sundrung.

Fyrr dey ég en að byrja að halda með Liverpool!

(þessi athugasemd er samanburðarhugarleikfimi, ég fylgist ekki með boltanum - bara til að það sé á hreinu! ;)

Matti - 22/09/09 10:00 #

Hvað meinarðu, ertu að gefa í skyn að hugmyndin sé algjörlega fullkomlega fáránleg? :-)

Þórður Ingvarsson - 22/09/09 13:09 #

Sko. Fólki er frjálst að styðja hvaða fótboltalið sem er, svo fremi sem það Liverpool. Þetta er ekki flókið.

Hólmfríður Pétursdóttir - 22/09/09 13:20 #

Einmitt svona hafa valdhafar misnotað trúarbrögð eins lengi og sagan greinir frá samskiptum fólks, og gera enn. Er það sök trúarbragðanna? Er það sök valdhafanna? Er það sök leiðitams fólks?

Mummi - 22/09/09 13:36 #

:-Þ

Björn Ómarsson - 22/09/09 14:34 #

Getum við ekki allavega verið samála um að öll fótboltafélög eru í falleg og spila í grunninn sama fallega fótboltann? Er það ekki boðskapurinn (þ.e. tuðruspark) sem skiptir máli í þessu öllu saman?

Matti - 22/09/09 14:35 #

Jú, við hljótum að sameinast um að þeir sem sjá ekki fegurðina í fótbolta eru ógn við siðinn í landinu :-)

Mummi - 22/09/09 14:45 #

Bara siðleysingjar og barnaperrar vilja ekki minni sundrungu. Þessir örfáu vitleysingjar (skitin 20%-30%) sem vilja ekki fylgjast með boltanum geta bara fórnað sér - fyrir minni sundrungu!

If not for me, do it for your country!

hildigunnur - 22/09/09 18:52 #

árans, þarf maður nú að fara að fylgjast með enska boltanum? :o

Elías Halldór - 22/09/09 19:04 #

Ég hef aldrei horft á knattspyrnuleik á æfi minni, en samt styð ég Tottenham Hotspur. Spurs forever!

Arnold - 22/09/09 19:13 #

Þið eruð bara glory hunters!!!! Ekkert ófrumlegar en að hanga á þessum liðum sem nefnd eru að ofan.

Wolverhampton Wanderers er málið. Sameinumst um það fornfræga lið. Það mun færa þessari þjóð gæfu.

Hólmfríður Pétursdóttir - 22/09/09 19:14 #

Ég held með Liverpool.

Það er verst að þessi aðferð við að mynda samstöðu þróast alltaf í það að magna upp einn óvin sem allir sameinast um um að vera á móti og vinna gegn.

Arnold - 22/09/09 19:53 #

Eins og trúarbrögðin. Það er úr 3500+ guðum að velja. Hver er kominn til með að segja að hann sé með þann rétta. Trúarbrögð er ekkert til að sameinast um. Það væri nær að sameinast um eitthvað sem er okkur öllum til góðs óháð trúarbrögðum. T.d. frið, umburðalindi og sanngirni. Það þarf ekkert að blanda trúarbrögðum í málið.

Matti - 22/09/09 19:55 #

Nákvæmlega.

Tinna G. Gígja - 22/09/09 20:17 #

Liverpool? United? Wolverhampton Wanderers? Spurs?

Nei, hið eina rétta lið er Americano Futebol Clube.

Gunnar J Briem - 22/09/09 22:13 #

Ég hugsa að við munum óhjákvæmilega sameinast um "lífiðerpúl". (Rétt upp hönd sem muna eftir skaupinu '81).

Bendi á atriði úr Life of Brian sem sýnir hversu sameinandi trúarbrögð geta verið.

Kristján Hrannar - 23/09/09 00:53 #

Þið hérna inni sem haldið ekki með Stjörnunni eruð trúvillingar og farið öll til helvítis.

Kalli - 23/09/09 11:29 #

Það að vera í helvíti er víst ákaflega líkt því að horfa á fótboltaleik. Sem er góð ástæða fyrir því að forðast helvíti.