Örvitinn

Geðveikt vindaloo á Kitchen

Við hjónin kíktum á Kitchen í gærkvöldi. Vorum alltaf að spá í að kíkja aftur bara tvö.

Það er skemmst frá því að segja að ég ákvað að fá mér Vindaloo til að sjá hvort að "mjög sterkur" matur myndi ekki ná þessari pest úr mér. Lýsingin á réttinum er líka dálítið dásamleg!

  1. Kjúklinga Vindaloo (mjög sterkur) 2.890 kr

Afar venjulegur réttur af kjúklingi með rauðum pipar, hvítlauk og edik lagað af kokkinum okkar.

Nan brauð á KitchenÞað er ekkert "afar venjulegt" við þennan rétt, hann er geðveikur. Ég roðnaði í framan, svitnaði aðeins og lifnaði hressilega við.

Ég mæli með því að þeir sem unna sterkum mat heimsæki Nepalska veitingastaðinn Kitchen/eldhús og prófi kjúklinga vindaloo áður en staðurinn lokar. Við vorum einu gestirnir í gærkvöldi!

Hvítlauks nan brauðið var einnig afskaplega gott og forréttirnir tveir ljúfir, við vorum sérstaklega hrifin af MO-MO (dumplings) sem eru hakk bollur í masala í deigi.

veitingahús
Athugasemdir

Mummi - 10/10/09 11:01 #

Ég er á leiðinni suður um næstu helgi. Reyni klárlega að komast í þetta! :)

hildigunnur - 10/10/09 11:08 #

lokar, er hann að loka? :o

Matti - 10/10/09 11:12 #

Ég hef ekkert fyrir mér í því annað en að:

"Við vorum einu gestirnir í gærkvöldi! "

Mættum rétt rúmlega níu og sátum til ellefu. Á þessum tíma held ég að ein take away pöntun hafi verið afgreidd.

Ef nógu margir fara og fá sér Vindaloo lifir staðurinn vonandi áfram :-)

Kalli - 10/10/09 14:59 #

Djö... ég labbaði framhjá og var að pæla hvort ég ætti að prófa.

Hefði greinilega átt að gera það. Konan gerir bara svo góðan indverskan mat að ég er ákaflega nískur á að eyða pening í að borða þannig á veitingastað.

Haukur - 10/10/09 20:52 #

Skruppum í kvöld. Lambabirjaníið var gott, kormakjúklingurinn heldur síðri. Eftirréttirnir voru góðir, bæði jógúrtin og bananaísin.

En ósköp var nú fámennt þarna svona á laugardagskvöldi.

Vésteinn Valgarðsson - 11/10/09 04:07 #

Hef lengi ætlað að tékka á þessum stað, fer nú að drífa í því.