Örvitinn

Djass á Rósenberg

Eftir kvöldmat röltum við hjónin niður Laugaveg. Gyðu langaði að hlusta á lifandi tónlist og við ákváðum að kíkja á Rósenberg. Fórum nokkrum sinnum á gamla staðinn og kunnum yfirleitt vel við okkur þar. Nýi staðurinn á Klapparstíg er huggulegur.

Í gærkvöldi var Haukur Gröndal að spila djass ásamt þremur öðrum, tveim á gítar og einum á kontrabassa. Ég veit ekki hvort þetta band heitir eitthvað en þeir voru afskaplega góðir.

Við hjónin ræddum að við þyrftum að fylgjast með dagránni á Rósenberg og kíkja oftar þar við.

Þetta var ekki eini saxófónleikarinn úr Garðabæ sem ég sá í gær því Óskar Guðjónsson spilaði við annan mann í innflutningsteiti Trackwell í gærkvöldi.

Þannig var það.

menning
Athugasemdir

María - 10/10/09 17:23 #

Ég mæli sérstaklega með næsta fimmtudagskvöldi; http://www.myspace.com/thinjimandthecastaways

Hrikalega gott band og alltaf skemmtilegt á tónleikum.