Örvitinn

Gvuð er snuð

Trúhrellirinn DoctorE sem frægur hefur orðið á moggablogginu segir gjarnan að Gvuð sé snuð. Í pistli á trú.is tekur Guðbjörg Arnardóttir undir með honum.

Þegar mig sem fullorðna manneskju brestur ráð, skortir frið, kærleika, hlýju eða von fnnst [svo!] mér nærtækast að setja mig í spor þess ungabarns sem öðrum er háð. Þá finnst mér sem það sé Guð sem tekur mig upp, vaggar mér um þar til ég finn frið, hann nærir mig með orði sínu svo ég fyllist von og krafti. Hann horfir í augu mín sem barn sitt og í augum hans sé ég stolt yfir sköpun sinni þó veit Guð að ég er ekki fullkominn en ég veit að hann elskar mig.

Gvuð er snuð, að minnsta kosti mömmugvuð en er ekki tímabært að vaxa úr grasi?

kristni
Athugasemdir

Villi - 23/10/09 10:15 #

Vaxa úr grasi og fá hjá lækninum prozak? Heimsækja geðlækni? Detta í það?

Hvert leitar þú þegar kreppir að þínu sálartetri?

Rebekka - 23/10/09 11:12 #

Emm, kannski getur maður leitað til vina og vandamanna? Mér finnst alltaf fínt að hringja bara í mömmu, ólíkt ónefndum æðri máttarvöldum, þá svarar hún mér alltaf :)

Matti - 23/10/09 13:07 #

Hvert leitar þú þegar kreppir að þínu sálartetri?

Rebekka svarar þessu fullkomlega. Ég leita til annarra einstaklinga enda bý ég í samfélagi með fólki.

Halli - 23/10/09 13:35 #

Guðbjörg.

Matti - 23/10/09 13:36 #

Þakka þér.

Hólmfríður Pétursdóttir - 23/10/09 16:23 #

Gott er að eiga góða að og leita til þeirra bæði þegar vel og illa gengur.

Ég vildi samt ekki vera án þess að geta trúað því að ég er líka í stöðu barns gagnvart Guði, og líkingin um Guð sem annast fólk eins og góð móðir ungbarn þykir mér falleg.

Mér finnst konurnar í prestastétt leggja til ný sjónarhorn í umræðunni um Guð og reynsluna af því að lifa í trú á hann.

Steindór J. Erlingsson - 23/10/09 19:36 #

Það er makalaust að lesa þessi orð guðfræðingsins. Guðbjörg staðfestir þá skoðun Freuds að hræðsla fólks við tilveruna sé rót guðstrúar. Hún færir hins vegar áhersluna frá föðurnum yfir á móðurina. Á einum stað skrifaði ég:

Í stuttu máli má segja um kenningu Freuds að hlutverk móðurinnar sé að veita barninu fyrstu „vörn þess gegn óskilgreindum hættum,“ en fljótlega tekur faðirinn við þessu hlutverki og gegnir því allt bernskuskeiðið. Samband barns og föður er hins vegar tvíbent, því barnið „óttast hann [] ekki síður en það þráir hann og dáir.“ Afleiðing þessa er sú að þegar hinn hálffullorðni einstaklingur áttar sig á því „að það á fyrir honum að liggja að verða ávallt barn, að hann mun aldrei geta komist af án verndar fyrir dulúðugum æðri öflum þá ljær hann þessum öflum svipmót föður síns“ (Freud 1993: 22, 33). Homo sapiens leitaði því, að mati Freuds, skjóls fyrir náttúruöflunum með því að föðurgera þau og tilbiðja sem guði eða Guð í von um vægð.

Þeir sem trúa þessu ættu að hlusta á fyrirlesturinn sem heimsfræðingurinn Lawrance Krauss flutti á AAI ráðstefnunni fyrr í haust. Einnig mæli ég með grein sem hann skrifaði um svipað efni á síðasta ári í Scientific American. Helstu niðurstöður eru þær að heimurinn varð líklega til úr engu (guð er óþarfur sem upphaf) og eftir 100 milljarða ára munu vitsmunaverur sem þá búa í vetrarbrautinni okkar (hún verður þá runnin saman við nokkrar í nágrenninu) ekki sjá nein ummerki um aðrar stjörnuþokur eða upphaf alheimsins. Hvar er pláss fyrir kærleiksríkan móður/föðurguð í þessari grimmu heimsmynd?

Kristinn - 23/10/09 20:02 #

Hvar er pláss fyrir kærleiksríkan móður/föðurguð í þessari grimmu heimsmynd?

Hún er ekki grimm, hún er indifferent.

;)

Villi - 24/10/09 00:50 #

Trúin er sem kompás í þessu oft erfiða lífi. Án trúar lendum við utan vegar hvað sem öllum mömmum og vinum líður. Eða hversvegna falla svo margir trúleysingjar fyrir Bakkusi eða hverskyns dópi? Svo þarf að fara í meðferð til að læra að trúa á ný.

Villi - 24/10/09 01:34 #

Það var nú ekki ætlan mín að særa eða meiða. Ég þurfti sjálfur að fara þennan veg. Ég drakk mikið og lengi og illa í mörg ár þar til mér lánaðist að feta þennan stíg...

Matti - 24/10/09 01:43 #

Villi, það má vera að þú haldir að trúleysingjar séu líklegri til að verða háðir áfengi eða fíkniefnum en raunveruleikinn er sá að þeir eru ekkert líklegri til þess heldur en trúmenn. Getur þú bent á einhver gögn sem benda til annars?

Nafnlaus gunga - 24/10/09 06:39 #

Villi virðist hafa orðið fyrir barðinu á trúboði á meðan hann var í meðferð, eins og margir aðrir frelsaðir ógæfumenn.

Er ekki viss samsvörun í því og meintu trúleysisboði ykkar á börum? Hvor hópurinn er viðkvæmari fyrir heilaþvotti?

Jón Magnús - 24/10/09 09:02 #

Þetta er nú einum of augljóst troll...

Sigurlaug - 28/10/09 11:15 #

Án þess að hafa nokkurn skapaðann hlut fyrir mér í þeim málum, þá virðist mér oft að verið sé að skipta út einni fíkn fyrir aðra þegar að fíkillinn "frelsast"..

Að eitthvað sé bara "þannig vírað" í heila margra sem ánetjast ekki bara áfengi og/eða fíkniefnum, heldur og líka láta leiðast í ýmis költ trúarbrögð, ætli sjálfstæðismenn flokkist þar undir.. sú hugsun hefur læðst að mér undanfarið.. nah.. það getur nú ekki verið, er það?