Örvitinn

Klikkaðar konur

Ég veit ekki hvor er klikkaðri, Guðrún Sæmundsdóttir eða Jónína Ben. Keppnin á milli þeirra er a.m.k. mjög hörð.

Guðrún vill láta handtaka þá sem mæla fyrir því að lögleiða kannabis en Jónína fræðir okkur um að læknarnir hennar gætu báðir alveg sannað aðferðir sínar en þeir þora því ekki því ef þeir gerðu það myndu lyfjafyrirtækin láta drepa þá.

Guðrún eyðir athugasemdum þeirra sem reyna að malda í móinn en Jónína er bara Jónína og segir fólki að passa sig á trúleysingjum. Guðrún er viss um að eiturlyfjaáróðurinn sé mestmegnis á vegum trúleysingja.

Þær eiga það sameiginlegt að vera afskaplega kristnar.

ps. Ég ætlaði að hafa fyrirsögn færslunnar Klikkaðar kerlingar en gugnaði á því.

Ýmislegt
Athugasemdir

Jón Frímann - 02/11/09 22:47 #

Ég ætla að ná í poppkornið og gosið. Þetta á eftir að verða fjör reikna ég með! :-)