Örvitinn

Nægjusemi og hógværð

Ég hefði viljað sjá þessi gildi (ofarlega) á lista. Það þurfa nefnilega margir að temja sér hógværari lífstíl og átta sig á því að hugsanlega var ekki innistæða fyrir því sem fram fór síðustu ár.

Þá væri fólk náttúrulega farið að skoða sína eigin hegðun en ekki bara hegðun annara. Ég held að þegar fólk talar um að heiðarleiki skipti máli sé það yfirleitt með einhverja aðra í huga, flestir telja sjálfa sig heiðarlega en einhverja aðra óheiðarlega.

Réttlæti er líka dæmigert hugtak sem gildir um aðra því flestum finnst á sér brotið, færri kannast við að hafa brotið á öðrum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Hólmfríður Pétursdóttir - 15/11/09 12:33 #

Að þessu sinni er ég hjartanlega sammála þér. Til hamingju með dótturina.

Hólmfríður Pétursdóttir - 16/11/09 02:52 #

Allir sem eiga sér hugsjón, að ég nú ekki tali um trú, hljóta að vilja framgang og veg sinnar hugsjónar sem mestan og bestan.

Ég er ekki viss um að umrædd aðferð skili tilætluðum árangri.

baldur mcqueen - 16/11/09 09:57 #

Sammála þessu. En það er næstum ómögulegt að fjalla um þessi gildi, því margir kjósa að misskilja.
Að tala um hógværð þykir hrokafullt; vangaveltum um nægjusemi er svarað með ótal sögum af einstöku reglufólki.

Þeir sem sannarlega spenntu bogann allt, allt, allt of hátt eru þannig varðir gagnrýni, af hógværu, nægjusömu fólki sem kýs að skilja slíkt sem árás á sig.