Örvitinn

Verslunarkvabb

Við brugðum okkur í bæjarferð í dag, kíktum í IKEA til að kaupa skrifborðsstól handa Kollu. Eins og iðulega gerist þegar sú búð er heimsótt ratar hitt og þetta í pokann. Hitt sem gerist næstum því alltaf í IKEA er að varan sem maður ætlaði sér að kaupa er ekki til. Ég held satt að segja að þetta gerist í meira en helming tilvika sem ég fer í þetta ferlíki. Kolla valdi semsagt stól, við skrifuðum númer og staðsetningu samviskusamlega á miða og sáum engin merki þess að stóllinn væri ekki til, gengum gegnum alla ganga og komumst svo að því í vörulagernum korteri seinna að fjárans stóllinn var "í pöntun".

Eftir vonbrigðin í IKEA kíktum við í Smáralind þar sem við byrjuðum á kaffihúsi og fengum okkur brauð. Það var ekki ókeypis. Það var eiginlega dálítið langt frá því að vera ókeypis. Djöfull er allt orðið dýrt.

Enduðum ferðina í Hagkaup. Vöruúrvalið í þeirri búð er verra í hvert skipti sem ég versla. Nú var hvorki til spínat né fersk basilika. Úrvalið af kryddi var ansi lélegt og frekar tómlegt í búðinni satt að segja eftir að hillurekkar eru horfnir og ekkert drasl í körfum þar sem rekkar stóðu áður. Af hverju á maður að borga Hagkaup meira fyrir vörurnar ef búðin getur ekki einu sinni státað af almennilegu vöruúrvali?

kvabb
Athugasemdir

Bragi Skaftason - 10/01/10 21:28 #

Maður á bara ekki að versla á sunnudögum nema grunna. Brauð og mjólk.

Eygló - 11/01/10 12:46 #

Kreppa?

Matti - 11/01/10 12:47 #

Þetta er fínn punktur hjá Braga, ekkert vit í að versla á sunnudögum. En vöruúrval í Hagkaup hefur minnkað eftir hrun.