Örvitinn

Heilög kú

Bjarni RandverÞessa dagana fjallar Vantrú um námskeið sem kennt er við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar er meðal annars fjallað um trúleysingja, þar með talið Vantrú. Við gerum ekki athugasemdir við að fjallað sé um Vantrú per se en okkur þætti eðlilegt að það væri gert með heiðarlegum hætti. Vissulega leiðist okkur þvælan um að trúleysi sé trú en það er langt frá því að vera aðalatriði.

Fyrir áramót komst Vantrú yfir glærur námskeiðsins og fékk lýsingu nemanda sem sat kúrsinn. Það er skemmst frá því að segja að umfjöllun Bjarna Randvers um Vantrú og aðra trúleysingja á Íslandi er skammarleg. Ég fæ persónulega ansi hressilega afgreiðslu í þessum kúrs og mun fjalla um hana í einni grein. Verð að segja að það er ákaflega áhugavert að frétta af því að verið sé að snúa úr orðum mínum í fyrirlestri í Háskóla Íslands, jafnvel þó sum dæmin séu lítil.

Við höfum birt þrjár greinar og enn erum við ekki farin að fjalla um þá afgreiðslu sem Vantrú fær. Nokkrir einstaklingar hafa varið Bjarna Randver og virðast afar óþolinmóðir, nenna ekki að bíða eftir umfjöllun okkar heldur keppast við að saka okkur um viðkvæmni og hroka - hafa þó væntanlega ekki hugmynd um yfir hverju við erum svona "viðkvæm". Í athugasemd á Facebook sakaði einn Vantrú um að "ber[a] sig lágkúrulega"!

Pétur frændi minn og djákni reynir svo að þvæla umræðuna út í buskann með kjánalegum hætti með því að setja gríðarlega kröfur um það hvernig við eigum að svara fyrir okkur, minnir mig dálítið á Nýju fötin keisarans, við höfum bara ekki nægilega mikinn skilning á fínum fatnaði og eigum ekki að tjá okkur.

kristni vísanir
Athugasemdir

Kristinn Snær Agnarsson - 18/02/10 14:48 #

hlakka til að lesa alla þessa pistla og þá sérstaklega hvað sagt er um trúleysingja og vantrú.

eva - 18/02/10 17:15 #

Það er út af fyrir sig ákveðinn heiður að vera tekinn fyrir í ruglkennslu á háskólastigi.

First they ignore you, then they redicule you, then they fight you, And then you win.

Pétur Björgvin - 19/02/10 23:33 #

Sæll frændi. Gaman að því að þú skulir líkja mér við Lindu Björg Árnadóttur sem hefur jú verið að benda á að ,,Fatahönnun er fag sem krefst sérþekkingar." En einhvern veginn upplifi ég mig sem misskilinn snilling í því samhengi /-: