Örvitinn

Gallinn við lyklaskil

Hugmyndin um að fólk geti skila lyklunum og gengið frá skuldum hljómar vel í fyrstu - en á henni eru annmarkar. Helstur sá að þeir sem skulda mest og hafa gamblað mest græða mest.

Er það samfélagið sem við viljum?

Fólk sem hefur haldið að sér höndum og eignast hlutina hægt og rólega - og ræður við greiðslubyrði - fær ekki neitt, það heldur áfram að borga sínar skuldir og annarra.

Fólk sem hefur gamblað og skuldar fáránlega mikið í stóra fína húsinu sínu með nýja eldhúsinu, flotta parketinu, risastóra sjónvarpinu og rándýra jeppanum fyrir utan - labbar út á núlli og getur byrjað aftur þó það hafi áður verið ofurskuldsett. Hóflega skuldsetta fólkið heldur áfram að greiða sitt. Ætli risastjóra sjónvarpið fylgi með lyklunum?

Þetta er semsagt ekki jafn einfalt og sumir halda fram þó grunnhugmyndin sé fín.

pólitík
Athugasemdir

Sigurður - 12/03/10 10:41 #

En er þetta ekki einmitt það sem er í gangi í bönkunum núna og aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúast um? Niðurfærsla á höfuðstól eins og bankarnir útfæra hana gagnast mest þeim sem skulda mest. Afskriftir bankanna eru nær eingöngu til þeirra sem gömbluðu mest. Svo þegar heimilin fara fram á leiðréttingu sinna mála er það allt í einu orðið ómögulegt því einhverjir gætu grætt á því.

Þetta er sérkennileg hugmyndafræði.

Matti - 12/03/10 10:52 #

Svo þegar heimilin fara fram á leiðréttingu sinna mála er það allt í einu orðið ómögulegt því einhverjir gætu grætt á því.

Hvaða heimili ertu að tala um og hvaða leiðréttingar?

Ég er að tala um eitt mál hér, haltu þig við umræðu um það.

Teitur Atlason - 12/03/10 10:58 #

Mér hefur alltaf þótt svolítið sérkennleg þessi umræða að skila lyklunum. Það er eitthvað sem gengur ekki upp. Mikið nær væri að lækka skuldir skuldara, sem nemur afskriftum bankanna. Þannig myndu skuldarar líka hagnast á afskriftunum.

Annars er ekki allt sem sýnist eins og þú bendir á. Skrumið er jú alltaf hljómfagurt í fyrstu.

Sigurður - 12/03/10 11:07 #

OK, reynum aftur.

Hugmyndin um að fólk geti skila lyklunum og gengið frá skuldum hljómar vel í fyrstu - en á henni eru annmarkar. Helstur sá að þeir sem skulda mest og hafa gamblað mest græða mest.

Er það samfélagið sem við viljum?

Er þetta ekki einmitt samfélagið sem bankarnir og ríkisstjórnin eru að byggja upp núna? Þeir sem skulda mest og hafa gamblað mest græða mest? Afskriftir ná til þeirra sem eru yfirveðsettir, en ekki hinna sem hafa farið varlegar í sínum fjárfestingum.

- grettir - 12/03/10 12:13 #

Í þessum pistli hér segir þú að það sé engin önnur leið en að afskrifa ef engar eignir eru fyrir skuldinni. Önnur umræða er ógeðslega heimskuleg.

Sá sem "skilar lyklunum" hlýtur að vera kominn í þá stöðu að sjá ekki fram á að geta borgað af húsinu/bílnum og jafnframt gefið börnunum að borða.

Hver er munurinn á því að afskrifa þá skuld sem er umfram verðmæti hússins/bílsins hjá "venjulega" manninum eða þá skuld sem liggur í einhverju eignarhaldsfélagi hjá ofurskuldsettum braskara; fyrir utan upphæðina? Sá sem skilar lyklunum er þó að skila veðinu fyrir láninu sem er meira en mörg af eignarhaldsfélögunum geta státað af.

Þú pirrar þig á því þegar umræðan snýst um að afskrifa/leiðrétta/niðurfæra skuldir hjá venjulegu fólki, samanber þessi skrif hér en ert nýbúinn að verja afskriftir hjá þeim yfirskuldsettu.

Það er ekkert að því að fólk "skili lyklunum" ef það sér fram á geta ekki borgað lengur. Af hverju ætti að vera hægt að ganga að öðrum eignum þess fólks (risasjónvarpið) frekar en annarra sem þú telur að verði að afskrifa hjá vegna skorts á veðum?

Bragi Skaftason - 12/03/10 12:28 #

Ég gæti ekki verið meira ósammála þér Matti. Það að fólk skuldi mikið þarf í fyrsta lagi ekki að þýða að það hafi gamblað úr hófi fram. Ég þekki persónulega fullt af fólki sem ekki er vel læst á fjármál sem tóku erlend lán með 50-70% veðsetningu, engri hundrað prósent veðsetningu sem algeng var með innlend lán og það fólk stendur uppi með að skulda nánast tvöfalt virði íbúðar í dag. Þetta fólk þarf að borga fyrir lánin sín en það sem þeim svíður er að það þurfti líka að borga fyrir peningamarkaðsjóðina og innlánin. Athugum að reglurnar og lögin segja eingöngu til um 20.000 evru tryggingu. Hitt var stjórnvaldsákvörðun.

bm - 12/03/10 12:37 #

Grettir. In the blog you refer to, Matti mentions three conditions. Assets being only of them.

Matti - 12/03/10 12:38 #

Mikið ógeðslega leiðist mér að það sé ekki hægt að ræða tiltekna hluti málefnalega. Ég skal læra að halda kjafti.

Þetta er semsagt ekki jafn einfalt og sumir halda fram þó grunnhugmyndin sé fín.

Skrifaði ég og loka nú fyrir athugasemdir við þessa færslu.

Grettir, slepptu því að gera mér upp skoðanir og lestu betur það sem ég hef skrifað.