Nú einnig með varaborgarfulltrúum
Í dag birti ég kort af búsetu borgarfulltrúa sem flestir eiga heima nálægt miðbænum. Ég dundaði mér núna við að setja bæta varaborgarfulltrúum inn á myndina, punktarnir þeirra eru aðeins minni en borgarfulltrúanna Það breytir ótrúlega litlu þó varaborgarfulltrúum sé bætt við, einn býr í Grafarvogi. Er að spá í að skella saman einni mynd af miðbænum.
Uppfært - Miðbærinn.
Þar með segi ég þessu lokið :-)
Óli Gneisti - 31/05/10 22:45 #
Nú er ég náttúrulega búinn að vera í þessu hjá VG í rétt hálft ár og ég finn alveg hvað það munar miklu að búa í Breiðholti. Ég get rölt á alla mína fundi í hverfisráði en þar sem ég er hvorki að vinna né í námi niður í bæ þá missi ég mikið til af fundum hjá borgarmálahóp VG. Þannig held ég að verði hálfsjálfvalið fólk þarna í nágrenninu sem getur tekið virkan þátt í starfi flokkanna. Það skýrir þó ekki dreifinguna hjá Besta flokknum.
Matti - 01/06/10 13:40 #
Pressan var á undan :-) Ég lagði aftur á móti aðeins meiri vinnu í þetta hjá mér, þeir skoða ekki varamenn.