Örvitinn

Morgunblaðið verndar biskup

Hvernig stendur á því að hvorki er hægt að bloggga við þessa frétt né deila henni á Facebook með sjálfvirkum hætti? Þeir fara með þetta eins og mannsmorð.

Mikið þótti mér pínlegt að horfa á biskupinn í Kastljósi í gær. Ekki gat hann svarað því hreint út hvort hann trúi dóttur fyrrum biskups. Heldur maðurinn virkilega ennþá að þetta sé eitthvað vafaatriði? Hvað þurfa margir að koma fram?

fjölmiðlar
Athugasemdir

Þórhallur "Laddi" Helgason - 24/08/10 08:07 #

Ég var einmitt að velta nákvæmlega því sama fyrir mér...

Helga Kristjánsdóttir - 24/08/10 08:21 #

Ég bendi á að það var Morgunblaðið sem fyrstur fjölmiðla sagði frá því hreint út að Ólafur Skúlason hefði beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Það var í ítarlegri grein um fund hennar með Kirkjuráði.

Yfirleitt er það háttur Mbl að stíga varlega til jarðar í viðkvæmum málum. Mbl.is var held ég eini netmiðillinn sem birti ekki nafn unga mannsins sem settur var í gæsluvarðhald í kjölfar morðsins í Hafnarfirði. Blaðið liggur svo yfirleitt ekki á liði sínu þegar málin eru orðin að verulegum hitamálum í samfélaginu og ég held að mál Karls sé orðið það. Treysti því miðað við þessa "taktik" Moggans að blaðið taki við sér þó seint sé. Eins væri áhugavert að sjá ritstjóra blaðsins hreinlega rifja mál Ólafs Skúlasonar upp t.d. í Reykjavíkurbréfi og svara þessu bloggi Baldurs Kristjánssonar http://bloggheimar.is/baldur/?p=310#comments Hann mætti alveg splæsa eins og einni grein um þetta og það mætti Þorsteinn Pálsson þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra einnig gera.

Matti - 24/08/10 08:39 #

Ég bendi á að það var Morgunblaðið sem fyrstur fjölmiðla sagði frá því hreint út að Ólafur Skúlason hefði beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Það var í ítarlegri grein um fund hennar með Kirkjuráði.

Hvenær var það? Eins og ég benti á um daginn þagði Morgunblaðið meðan aðrir fjölmiðlar sögðu frá því að Guðrún Ebba hefði óskað eftir fundið með kirkjunni. Það var svo þegar ríkiskirkjan sendi tilkynningar um málið (skrifaðar af almannatengslasérfræðingi, væntanlega EKH) að Morgunblaðið tók við sér. Blaðið fjallar semsagt um málið þegar það hentar kirkjunni.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Morgunblaðið fjallar um þetta á næstunni.

Jói - 24/08/10 08:45 #

Það var DV sem neyddi Kirkjuráð til að hitta dóttur biskups með fréttaflutningi sínum. Ég er ekki hissa á að Morgunblaðið hafi verið notað til þess að fá sem jákvæðasta (fyrir kirkjuna) fyrstu frétt um efni fundarins.

Ég hef nú ekki aðgang að Reykjavíkurbréfi en það er rétt að rifja upp að Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar þáverandi dómsmálaráðherra gerði ekki neitt í máli Ólafs Skúlasonar. Davíð sleikti rassgat kirkjunnar alla þá tíð sem hann var forsætisráðherra og prestar og biskupar hafa nær allir þakkað honum með álíka sleikjum.

Ég er nokkuð viss um að hvorki Vísir né RÚV birtu nafn umrædds manns þannig að það er bara rugl hjá þér að MBL hafi eitthvað skorið sig þar úr. Það voru færri sem birtu en þögðu.

Andrés - 24/08/10 09:00 #

Mogginn er ekki með neina frétt um málið í blaðinu í dag. Daginn eftir Kastljósviðtal biskups. Fréttablaðið er með 4 eða 5 fréttir og leiðara.

Kristján Atli - 24/08/10 09:08 #

Biðst afsökunar á stærð myndarinnar. Ummælakerfið virðist ekki styðja stærðarstillingar á myndum.

Júlía Geirmundsdóttir - 24/08/10 09:15 #

Sæl öll.

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis réðst fram og gerðist sérstakur málsóknarmaður fyrir Ólaf Skúlason gegn konunum. Hann starfaði þá sem lögmaður en þetta var rétt áður en hann varð umboðsmaður.

Tryggvi geri hreint fyrir sínum dyrum - annars getur hann ekki verið umboðsmaður.

Sindri G - 24/08/10 10:13 #

Ég sat fund með Tryggva Gunnarssyni á Akureyri, þar sem hann sagði í framhjáhlaupi eitthvað á þá leið að hann vonaði að "þeir" myndu ekki fara að kvarta undan kristinfræðinni í skólum.

Sindri G - 24/08/10 10:14 #

Nánar tiltekið var þetta tíma í stjórnsýslurétti í lögfræðinni í H.A., en hann kom í eina kennslustund og var með smá tölu.

FDK. - 24/08/10 10:59 #

Það eru tvær greinar í Morgunblaðinu í dag. Önnur eftir Ívar Pál Jónsson (son Jóns Steinars Gunnlaugssonar) og hin eftir Heimi Örn Herbertsson hæstaréttarlögmann. Báðar greinarnar ganga út á að réttlæta ummæli Geirs Waage um að hann telji sig hafa helgan rétt til að halda hlífiskildi yfir barnaníðingum. Þannig að Mogginn sýnir alveg sinn rétta lit í dag - sem endranær.

Sindri G - 24/08/10 13:16 #

Ívar Páll skrifaði góða grein í Moggann um daginn, þar sem hann gagnrýndi m.a. Þjóðkrikjuna fyrir það að una ekki 9% niðurskurði.

Matti - 24/08/10 17:49 #

Einmitt, Morgunblaðið hóf umfjöllun um málið eftir að kirkjan fór að senda frá sér tilkynningar. Vikuna þar á undan var ekki stafkrókur um málið í Morgunblaðinu þó flestir aðrir fjölmiðlar fjölluðu um það.