Örvitinn

Umburðarleysi gagnvart umburðarleysi

Þegar Snorri í Betel kvartar undan umburðarleysi gagnvart öfgakristni er hann í raun að kvarta undan umburðarleysi gagnvart umburðarleysi. Af hverju má hann og hans lið ekki hafa bullandi fordóma gagnvart samkynhneigðum?

Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni...

"Hegðunarvanda"!

kkkSvarið er einfalt. Snorri og trúarnöttararnir (gott nafn á hljómsveit) "mega" alveg hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum, trúlausum, múslimum og svo framvegis.

Að sama skapi mega aðrir hafa bullandi fordóma gagnvart Snorra í Betel, Árna Johnsen og kó.

Út á það gengur þetta. Snorri og Árni eru fávitar og fólk má benda á það. Við þurfum alls ekki að "bera virðingu" fyrir skoðunum annarra. Fólk nýtur "sannmælis" þegar um skoðanir er rætt á gagnrýninn hátt. Það myndi engum detta í hug að segja að hann sé ósammála klu klux klan en virði skoðanir þeirra, eða hvað? Nei, klanið er samansafn fávita með fávitalegar skoðanir og það er ekkert að því að segja það.

Því verjast smáborgarar með því að hneyklast á þeim sem kalla fólk fífl og fávita í stað þess að velta fyrir sér hvort uppnefnið sé verðskuldað.

kristni
Athugasemdir

Villi - 08/09/10 11:35 #

Þetta mál er Færeyingum til mikillar skammar. Mér er alveg sama um trúarþáttinn í þessu. Málið snýst um kurteisi. Þú býður manni inn í þitt hús og þá ferð þú ekki að móðga hann eða svívirða. Með þessu háttalagi er hann að móðga okkur Íslendinga sem þjóð. Einhvern tíma las ég um múslimi að þeir leggja mikið upp úr að þegar þeir hýsa mann, þótt svarinn óvinur sé, þá sýni þeir honum virðingu og gestrisni.Í mínum húsum eru margar vistarverur etc.

Matti - 08/09/10 13:48 #

Ég get ekki sagt að ég hafi móðgast mikið fyrir hönd þjóðarinnar og held að Færeyingar skammist sín fyrir þennan karl, svipað og við skömmumst okkur fyrir Árna J. þegar hann tjáir sig.

Hafþór Örn - 08/09/10 14:21 #

Ef eiginkona Jóhönnu væri ekki lesbía heldur svertingi eða gyðingur... hvernig snéri dæmið þá?

Matti - 08/09/10 14:24 #

Þá væri klanið að tala um skort á umburðarlyndi.

-DJ- - 08/09/10 16:45 #

Trey Parker og Matt Stone gerðu þessu ágæt skil í þessum þætti: http://www.southparkstudios.com/guide/406

Þarna kvarta pedófílar sáran undan því skilningsleysi sem þeim er sýnt.

Þorgeir Tryggvason - 25/01/11 12:48 #

Spot on, Matthías.

Að virða skoðanir er að virða þær viðlits. Skoðanir eru ekki eins og fötin okkar, útlit eða málrómur sem er dónalegt að gagnrýna. Þær eru einskis virði nema þær standist sandblástur andstæðra skoðana.