Örvitinn

Sátt við kirkju

Í Fréttablaðinu, málblaði ríkiskirkjunnar, er vitnað í Björk Vilhelmsdóttur varðandi kirkju og skóla:

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir að mestu máli skipti að málið sé unnið í sátt borgar og kirkju. Ekki sé ráðlegt að taka burt samstarf sem verið hafi til staðar í áratugi án þess að hafa um það samráð beggja aðila.

Vandamálið er að ríkiskirkjan hefur bullandi hagsmuni og gefur aldrei neitt eftir auðveldlega. Lögum um hjónabönd samhynhneigðra var frestað um mörg ár hér á landi til að halda sátt við kirkjuna. Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur aldrei komist upp á borð því halda þarf sátt við kirkjuna.

Með öðrum orðum. Það er kirkjan sem stjórnar, ekki ríkið, ekki borgin heldur ríkiskirkjan og kirkjan er fimm ára frekjudolla sem vill eiga allt og kann ekki að deila með öðrum.

Ef viðhorf Bjarkar verður áfram ríkjandi og enginn stjórnmálamaður hefur kjark til að styggja ríkiskirkjuna mun áfram verða brotið á réttindum barna í leik- og grunnskólum hér á landi. Þrátt fyrir fagurgala margra kirkjumanna og raus um að þeir virði mannréttindi eru "réttindi" kirkjunnar og þeirra sjálfra alltaf efst. Ef einhverjir ljótir minnihlutahópar kvarta er áróðursvél kirkjunnar komin af stað um leið með lygar og hatursáróður til að drepa málið. Allt sem "skaðað" getur kirkjuna skal stöðvað í fæðingu.

Þannig hefur þetta alltaf verið og þannig mun þetta vera meðan stjórnmálamenn halda að ná þurfi sátt við kirkjuna áður en hlutunum er breytt. Stjórnmálamenn þurfa að hafa kjark til að breyta rétt jafnvel þó frekjurnar væli stundarkorn.

kristni
Athugasemdir

Egill - 19/10/10 15:12 #

En sko, af hverju má kirkjan koma að þessu, sem á fjárhagslegra hagsmuna að gæta (er ekki annars örugglega rukkað í æskulýðsstarfinu sem þeir eru m.a. að smala í?), en nefndarmaður í mannréttindaráði verður vanhæfur fyrir það eitt að vera í Siðmennt?

Kirkjan á bara ekkert að koma að skipulagninu skólastarfs, frekar en önnur utanaðkomandi félög.