Örvitinn

Fávitaskapur og illgirni Theódórs Norðkvist

Ég má til með að afrita þessa athugasemd Theódórs Norðkvist sem hann skrifaði við bloggfærslu trúbróðurs síns.

Halldór, þú sagðir það sem ég ætlaði að fara að segja í blogggrein. Það er traðkað á mannréttindum í nafni mannréttinda.

Illgjarnt lið vill troða litlum börnum í stofufangelsi andlegs og trúarlegs tómarúms, sem búið er að gerilsneyða af trúarlegum áhrifum.

Þetta lið skilur ekki að þar sem er tómarúm treður sér alltaf einhver inn. Hætta er á að það verði múslimar sem brenna af áhuga á því að koma á sharia-lögum. Minnihlutinn mun kúga meirihlutann.

Það er áfall að það skuli vera tekin sovésk ákvörðun um að banna frelsisverk Jesú Krists í skólum barnanna okkar. Með fáránlegum rökum, ef rök er hægt að kalla.

Ímyndið ykkur ef sjómaður á hafi úti dytti í sjóinn. Félagi hans um borð stekkur til og vill kasta til hans björgunarhring. Þá kemur annar háseti frá björgunarhringjalögreglunni og bannar honum það. Segir:

Þú mátt ekki kasta þessum björgunarhring til drukknandi manns, því þá ertu að segja að þessi björgunarhringur sé eitthvað betri en aðrir björgunarhringir. Það hefur aldrei verið sýnt fram á það vísindalega að þessi björgunarhringur sé hinn eini rétti. Með því að kasta hringnum til mannsins í sjónum ertu að brjóta rétt hinna hásetanna til að kasta sínum eigin björgunarhringjum, auk þess sem ekki hefur verið sýnt fram á að þessi drukknandi maður hafi trú á þínum björgunarhring.

Hvað myndi þér lesandi góður finnast um svoleiðis fávitaskap?

Umræðan er svona gáfuleg. Thedór er einn af góða liðinu, illgjarna liðið vill "troða litlum börnum í stofufangelsi andlegs og trúarlegs tómarúms! Það er ekki "illgirni" að taka börn til hliðar í skóla meðan verið er að troða trú í hin börnin, en það er illgirni að vilja hætta að mismuna börnum eftir trúarskoðunum foreldra. Eru þessir trúmenn algjörlega ófærir um að ala börnin sín upp sjálfir? Geta þeir ekki sjálfir skrökvað að þeim um Gvuð og Jesús?

Ég hef áður skrifað um málflutning Theódórs Norðkvist.

Þó það sé hverjum manni augljóst verð ég að leggja áherslu á að titill bloggfærslunnar er fenginn frá Theódór. Hann skrifaði þessa athugasemd og hlýtur að vilja að sem flestir lesi hana. Nei, tilgangur þessa færslu er ekki að troða Theódór í leitarvél, en það er óhjákvæmilegur fylgifiskur.

kristni
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 24/10/10 21:39 #

Theódór er að minnsta kosti heiðarlegur! Það væri betra ef ákveðnir aðilar myndu bara viðurkenna að þetta séu skoðanir þeirra.

En þetta viðhorf, "Við verðum að frelsa börnin því annars enda þau í helvíti!", er frekar óhugnalegt.

Ninni - 25/10/10 04:01 #

Ég hélt einmitt að þeir vildu ekki kasta björgunarhring, á ekki að vera nóg að biðja bara ?

Matti - 27/10/10 00:21 #

Fleiri gullkorn frá Theódór Norðkvist.

Gamla góða rassskellingin virkaði vel hér áður fyrr, þó hún hafi því miður verið iðkuð á rangan hátt af fyrrverandi biskup landsins, eða hann hefur misskilið fyrirbærið. #

Einar - 27/10/10 14:27 #

Þessi málflutningur Theódórs er einn sá heimskulegasti sem ég hef lesið í þessum umræðum um að aðskilja trúboð frá skólum.

Og þá er nú mikið sagt því margt og mikið heimskulegt hefur komið fram undanfarið vegna þessa.

Maður er eiginlega orðlaus.

Matti - 27/10/10 15:30 #

Það er nú málið. Hvernig á maður að bregðast við svona málflutningi?

Matti - 09/11/10 01:10 #

Aðskilnaður ríkis og trúfélaga er gott mál, en er ekki ákveðin þversögn í því að ætla að stuðla að fjölmenningu og jafnframt efla ímynd Íslands? Við erum 300.000 manna þjóð (u.þ.b.) og okkar menning hverfur í menningu milljónaþjóðanna, ef við ræktum ekki okkar menningu. Hvers vegna ætti ég að skrifa undir það að efla (ó)menningu frá þjóðum sem eru ekki kristnar og sumar beinlínis andkristnar? Á ég að fara að styðja það að menn gangi með kínverska tuskudreka niður Laugaveginn? Nóg er að þurfa að þola Gay Pride ruglið.
Ég vil að við eflum okkar menningu sem byggir á kristnum gildum og leyfum ekki niðurrifsöflum og fjölmenningarsinnum að eyðileggja það.
Theódór Norðkvist 8.11.2010 kl. 21:18

Ég held að maðurinn ætti að tjá sig minna.

Matti - 10/07/12 09:27 #

Rasismi?

Áður en þið farið að frelsa heiminn, á kostnað skattgreiðenda. Meðan verið er að kasta öldruðum og sjúkum út á götu, fólki sem hefur borgað skatta til þjóðfélagsins í áratugi, er ófyrirgefanlegt að ausa tugmilljónum í svertingja frá Afríku, sem launa fyrir sig með því að rægja Íslendinga og tala af fyrirlitningu um þá sem eru að hjálpa þeim. Fyrir utan það að margir af þessum hælisleitendum eru glæpamenn, sennilega á flótta undan réttvísinni í upprunalandi sínu. #