Örvitinn

Virðing og heiðarleiki

Felst einhver virðing fyrir náunganum í því að standa uppi í pontu og segja ósatt? Í síðustu viku var ég staddur á fundi þar sem guðfræðinemi og félagsmaður í Gídeon fullyrti að ekkert trúboð færi fram þegar Gídeon mætti á grunnskóla að dreifa Nýja testamentinu.

Ég og Gyða gátum ekki annað en gripið fram í og bent á að þetta væri ósatt.

Það þykir séra Guðrúnu Karlsdóttur bera vott um skort á virðingu en hún minnist ekki einu orði á að talsmaður Gídeon var svo sannarlega að segja ósatt.

Virðingarleysið kom þó best í ljós þegar fólk fór að hvíslast á, andvarpa með tilþrifum og vera með fram í köll þegar þau voru ósammála þeim er töluðu. #

Hér kemur yfirlýsing sem má nota við kennslu í guðfræðideild: Ég ber ekki virðingu fyrir fólki sem lýgur. Þetta er grundvallaratriði. Fólk sem segir ósatt verðskuldar virðingarleysi.

Þess má geta að það er ekki rétt hjá Guðrúnu að frummælendur hafi engar spurningar fengið.

Frummælendur fengu engar spurningar því fólk hafði ekki áhuga á að spyrja aðra heldur aðeins lýsa sinni eigin skoðun. #

Vissulega hafði fólk sterkar skoðanir en nokkrar ágætar spurningar komu einnig fram, þar með talið spurning sem leiddi til þess að Guðrún þurfti að játa að trúboð ætti sér stað í leikskólaheimsóknum djáknans í hennar sókn.

kristni
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 01/11/10 14:25 #

Ég gæti hugsanlega hafa andvarpað þegar þessi guðfræðinemi fór að tala um kirkjuna í Svíþjóð sem var búið að breyta í bar (og var um leið að tala miklu lengur en hann átti að gera).

Kristján L - 01/11/10 15:39 #

Úr færslu Guðrúnar:

Frummælendur fengu engar spurningar því fólk hafði ekki áhuga á að spyrja aðra heldur aðeins lýsa sinni eigin skoðun.

Það er nú bara ekki rétt. Ég var nú með eina spurningu sem Guðrún svaraði reyndar ekki.