Örvitinn

Ekki skánar það

Hrannar Baldursson skrifar um mig og Kristinn Theódórsson, aðallega mig samt.

En þegar menn sem telja sig fulltrúaða trúlausra Íslendinga ásaka bloggara um óheiðarleika fyrir að velta hlutunum fyrir sér, krefjast þess að vita hver trúarleg afstaða bloggarans er, og krefjast svara við spurningum sínum eins og bloggarinn sé eitthvað yfirvald á launum; þá get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort þessir menn, hefðu þeir völd, myndu vilja ritskoða allt sem þeir eru ósammála, strika út óþægilegar hugmyndir og helst henda tjáningarfrelsinu í eitthvað verra en fangelsi og murka úr því líftóruna.

Ég ásaka Hrannar ekki um óheiðarleika vegna þess að hann veltir fyrir sér hlutunum, ég ásaka hann um óheiðarleika vegna þess að hann varpar ýmsu óheiðarlegu fram og hefur ekki manndóm í að standa við mál sitt. Maðurinn er rola. Þarna er hann t.d. alls ekki að halda því fram að ég sé fasisti sem vilji ritskoða þá sem eru ósammála mér, hann er bara að velta þessu fyrir sér!

Lesið færsluna og kíkið í kjölfarið á hinar færslurnar tvær sem ég kommentaði við (Á að banna trúarbrögð?, Eftir þjóðfund: Vill þjóðin öflugri kirkju til að styrkja siðgæðið?). Finnst ykkur Hrannar lýsa umræðunum heiðarlega? Ekki mér.

Þessu tengt:

efahyggja
Athugasemdir

Egill - 11/11/10 22:17 #

Og af því að ég og Kristinn höfum svarað án þess að skjalla Hrannar í leiðinni þá á hann eftir að benda á svör okkar sem 'sönnun' á hugleiðingum sínum, án þess þó að segja það beint út.

Matti - 14/11/10 17:39 #

Þetta fór bara út í vitleysu. Gylfi Gylfason mætti á svæðið og heldur áfram að væla undan mér. Mikið vildi ég að hann léti þetta gott heita.