Örvitinn

Álfar gegn Icesave

Bændur ítreka algjör ESB-andstöðu, handtökur og húsleitir vegna Kaupþingsmála og villandi opinberar tölur Seðlabanka eru meðal þess sem sagt er frá á forsíðu fimmtudagsmogganns.

Símatilraunin í miðvikudagsmogganum gekk vonum framar.

Staksteinar dagsins eru frá Páli Vilhjálmssyni. Hann heldur því fram að með íslendingar segja nei við Icesave muni það hjálpar Írum tilað losna úr skuldafangelsi Evrópusambandsins.

"Við eigum að laða álfana til okkar segir landslagsarkitektinn Björn Jóhannson og virðist ekki vera að grínast.

"Við eigum álfasérfræðinga eins og Erlu Stefánsdóttur sem sér og þekkir álfa og byggðir þeirra, og ég hef lesið heilmikið eftir hana og skoðað álfakortin hennar vel. Álfar eru náttúruvænar verur og við eigum að bera virðingu fyrir því þegar við hönnum svæði sem við viljum að þeir búi á, til dæmis mæli ég með að nota ómeðhöndlað timbur, hafa hellurnar gamlar með sál. Og ef við sækjum stórt grjót til að setja í garðana okkar, þá vil ég nota grjót sem kemur úr jarðframkvæmdum og gæða það nýju lífi í einkagarði einhvers. Það er svo víða líf sem við ekki sjáum."

Hvaða kjaftæði er þetta eiginlega?

Í leiðara dagsins krefst Davíð upplýsinga um laun og kostnað samninganefdnarinnar vegna Icesave. Þetta er nýjasta útspil Icesave andstæðinga, reyna að ala á fordómum gegn samningnum á þeim forsendum að það hafi verið dýrt að semja um málið.

Og mitt í öllu þessu neitar Steingrímur að gefa upp hver ósköpin hann hefur greitt samningarnefndarmönnum sínum um Icesave. Hann ætlar að reyna að þegja um þær stórfréttir fram yfir kjördag um Icesave. Það bendir óneitanlega til að þær greiðslur þoli ekki dagsins ljós. Sjálfir neita samninganefndarmennirnir að gefa upp þær greiðslur án fullnægjandi skýuringa.

Af hverju eru það stórfréttir? Veit Davíð eitthvað sem við vitum ekki? Auðvitað hefur þetta kostað helling, bæði í launum og upphaldi í London (fóru samningafundir ekki annars fram þar). Auk þess hafa verið ýmsar greiðslur til sérfræðinga. Ég efast ekkert um að þetta hafi verið rándýrt. Alveg eins og það mun verða rándýrt að fara dómstólaleiðina.

Kolbrún Bergþórsdóttir talar um meint ofurlaun bankaforstjóra sem henni þykja engin sérstök ofurlaun. Ég er bara nokkuð sammála henni þar.

Sigmundur Davíð sem stakstænar mærðu í gær skrifar í blaðið um hagnað bankanna og stjórnlaust land. Jón Gunnarsson talar um heimatilbúinn vanda og getuleysi og óeiningu stjórnarinnar. Leiðaraopnan er semsagt klassískt leiðaraopna.

Í viðskiptablaðinu kemur fram að fyrirtæki í einkageiranum borgi betur en ríkið og að laun bankastjóra séu í meðaltalinu. Ég vona að það komi engum á óvart.

Skuldir ríkisins nema 1629 milljörðum, um 20 milljónum á hverja fjölskyldu.

Logi Geirsson var spéhræddur og seinþroska fréttum við í viðskiptablaðinu. Hann er ekki lengur spéhræddur.

Nokkuð fróðleg grein er um upplýsingatæknigeirann og vandann að fá ungt fólk til að mennta sig í tölvugreinum. Getur verið að a) vandinn liggi í raunvísindakennslu (stærðfræði) og b) að fólk fái einfaldlega miklu betur borgað ef það ferð í lögfræði eða viðskiptafræði? Laun í UT geiranum eru vissulega fín en fólk hefur verið að fá miklu betur borgað fyrir að selja verðbréf og annað álíka tilgangslaust kjaftæði.

Fjórar síður fara undir minningargreinar. Víkverkji talar um Nettómótið í körfubolta og að það [hafi] oft staðið ungmennastarfi í hópíþróttum fyrir þrifum hversu snemma er byrjað að draga keppendur í dilka í hinni þrotlausu sókn eftir titlum. Ég er sammála þessu.

Stjörnuspáin segir að eitt og annað valdi mér kátínu þessa dagana og að ég eigi að leita mér ráðgjafar varðandi fjárfestingar og sparnað.

Baksíðan segir frá ungum skákmeisturum í Ráðhúsinu.

moggamars
Athugasemdir

María - 16/03/11 20:53 #

Heldurðu að þú munir einhvern tímann skrifa um ástæðuna fyrir andúð þinni á Davíð? Hefurðu kannski gert það?

Matti - 16/03/11 21:04 #

Kemur einhvern andúð í garð Davíðs fram í þessum pistli?

Ég hef í raun ótrúlega lítið skrifað um Davíð Oddson ér á blogginu. Veit ekki af hverju ég á eitthvað sérstaklegfa að réttlæta andúð mína á honum. Einu sinni (fyrir ekkert rosalega löngu) var ég stuðningsmaður Davíðs.

María - 17/03/11 01:48 #

Ég var ekki að fara fram á réttlætingu.

"Tónninn" í þessum moggapistlum þínum er ekkert sérstaklega elskulegur í hans garð. Þar sem ég á bágt með að skilja þetta ofboðslega hatur (þjóðarinar) gagnvart honum og af því að ég treysti ekki spilltu heilaþvottsruslfjölmiðlunum á Íslandi langaði mig að heyra þína hlið.

Það var allt og sumt.

Jón Magnús - 17/03/11 07:43 #

Ég tel nú að meinta hatur "þjóðarinnar" á Davíð Oddssyni sé hægt að rökstyðja mjög vel. Það að kerfið sem hann byggði upp á 18 árum sé nú eiginlega allt hrunið til grunna mun sýna að arfleigð hans til íslensk samfélags var allt önnur en jákvæð.

Matti - 17/03/11 08:26 #

"Tónninn" í þessum moggapistlum þínum er ekkert sérstaklega elskulegur í hans garð.

Tónninn í þessum moggapistlum mínum er í takti við tóninn í Morgunblaðinu. Annars er "tónn" afar huglægur mælikvarði.

Ég stefni á að gera moggamars upp í lokin.