Örvitinn

Um fáfræði

Þeir sem gera sér ítrekað upp fáfræði og skilningsleysi mega búast við því að aðrir telji þá annað hvort fáfróða og skilningslausa*.

Svo ég svari því strax, fólk þarf ekki að telja að það viti allt til að benda á rangfærslur annarra, hvort sem rangfærslur eru settar fram af fíflaskap eða komnar til af þekkingarskorti.

Ég veit ekki allt. Ég veit ekki einu sinni mikið. Ég veit mikið um fátt, lítið um fleira og ekkert um flest.

Get samt alveg bent á vitleysu þegar ég sé hana.

Þetta tengist síðustu bloggfærslu óbeint.

Já, ég hef gert mér upp heimsku. Þá er við hæfi að saka mig um heimsku. Svo hef ég stundum ekki vitað betur, þá er við hæfi að fræða mig.

*eða heimska, vitlausa, sljóa, fífl, fábjána...

Ýmislegt
Athugasemdir

Ekkert nafn - 26/03/12 17:59 #

eða skilningslausa...

Matti - 26/03/12 18:10 #

Já!