Örvitinn

Guðsþjónustur á þjóðhátíðardag

fánar

Þjóðhátíðardagur allra landsmanna er á morgun. Í Reykjavík hefst skipulögð þjóðhátíðardagskrá klukkan 10 í fyrramálið með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup þjónar fyrir altari.

Ég veit að ég er tuðari - en hvað kemur þetta kirkjunni við? Ég sé ekkert athugavert við að hafa guðsþjónustur þennan dag sem aðra enda trúfrelsi á Íslandi að nafninu til en trúarathafnir eiga að mínu mati ekki að vera hluti af skipulagðri þjóðhátíðardagskrá.

Samkvæmt dagskránni er einnig bænastund með þátttöku fjölmargra kristinna trúfélaga í Dómkirkjunni klukkan fjögur.

kristni kvabb
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 17/06/12 15:00 #

Kem hér guðsþjónustunni til varnar og bendi á að í dag er sunnudagur. En að þetta sé hluti af skipulagðri þjóðhátíðardagskrá... tja...

62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Áfram Ísland.

Matti - 17/06/12 21:56 #

Enda geri ég bara athugasemd við að þetta sé hluti af dagskránni. Það er Reykjavíkurborg sem stendur fyrir þessari dagskrá og borgin þarf ekkert að taka mið af 62. grein stjórnarskrár!

Eggert - 18/06/12 10:17 #

Nú misstu allir af dagskránni, af því guðsþjónustan var of stutt! Allt þér að kenna!

Matti - 18/06/12 10:19 #

Það má a.m.k. lesa úr fréttinni að ekki mættu "allir" í guðsþjónustuna. Fólk getur sjálfu sér um kennt!