Örvitinn

Örlítil athugasemd um söfnun kirkjunnar

Kirkjusókn á Íslandi er haldið uppi af tveimur hópum. Fermingarbörnum sem eru skikkuð til að mæta í messu (foreldrar þeirra líka) og gamalmennum. Bæta má við þriðja hópnum, aðstandendum barna sem skírð eru við guðjónustu.

Aðrir mæta varla í messu.

Á að láta söfnunarbaukinn ganga meðal fermingarbarna? Væri það ekki hugsanlega dálítið vafasamt?

kristni
Athugasemdir

Matti - 05/01/13 16:58 #

Kannski hægt að bæta fjórða hópnum við þegar kemur að kirkjusókn: kórinn.

Snorri Friðriksson - 05/01/13 17:01 #

Þetta mál lyktar af Athygli og ekki minnkar fnykurinn þegar Einar Karl gagnrýnir gagnrýnendur.

Kirkjan þurfti á einhverju að halda til að sameina þjóðina, sætta hefja sókn nýs biskups. Almannatenglarnir skutu hana hins vegar í fótinn. Tryggasta þjóðkirkjufólk er á móti þessari hugmynd. Þó að sjálfsögðu margir séu með.

Það bara passar ekki fyrir kirkjuna að betla fyrir aðra. Hefði hún eigin sjóð til að veita úr fengi hún fínan stimpil. Þetta skiptir bara þjóðkirkjufólki í tvær fylkingar.

Og það á við um sjálfstæðismenn einnig. Almennir sjálfstæðismenn undrast þennan gríðarlega gleðifögnuð þingmanna flokksins. Þeir láta eins og þetta sé besta hugmynd sem komið hefur frá kirkjunni síðan barnaníð presta var fordæmt.

En sjáum hvað setur. Safni kirkjan nokkrum milljónum, frá einstaklingum, má kannski segja að hún vinni sigur. Það er náttúrlega enginn Íslendingur sem vill ekki að spítalinn fái ný tæki.

Spurning um söfnun trúlausra og annarra safnaða, eða bara almenna söfnun óháð popúlisma biskups.

Arnar Þór Guðmundsson - 05/01/13 17:43 #

Planið er augljóslega að safna nokkrum millum til að sýna fram á hvað þeir (prestarnir) séu rosalega góðir og nauðsynlegir í íslensku samfélagi, og þar með réttlæta milljarða útgjöld til kirkjunar sem væru betur varið í spítala og heilbrigðisþjónustu.

Davíð - 09/01/13 11:19 #

Er ekki sama hvaðan gott kemur? Ef Kirkjan hefur gert rangt, er þá ekki betra að hún reyni að gera rétt?

Halelúja.

Matti - 09/01/13 11:32 #

Það er nú það. Fyrsta spurning er hvort þörfin er fyrir hendi akkúrat núna. Eins og ég benti á hér var ríkisstjórnin að setja 600 milljónir aukalega í tækjakaup LSH. "Pólitískt" virkar þetta því frekar undarlega á mig akkúrat núna. Einnig má spyrja, eins og ég geri í færslunni, hvort kirkjan ætti ekki að byrja á sjálfri sér (svo hún þurfi ekki að krefjast aukins fjár frá ríkinu, peninga sem mætti nota í annað, t.d. tækjakaup).

Þá má spyrja, eins og gert er á trúmál.is, hvort það sé ekki nokkuð ljóst að hér sé tilgangurinn fyrst og fremst sá að upphefja kirkjuna.