Örvitinn

Skólatrúboði snúið á haus

Athugasemdir við frétt á dv.is, þá sömu og ég vísaði á í fyrradag.

Facebook skjáskot

Ég svaraði með eftirfarandi hætti en nenni ekki að eltast við þetta frekar.

Kjartan Eggertsson " starfsemi kristilegs starfs í grunnskólum Reykjavíku"

Af hverju í ósköpunum ætti "starfssemi kristilegs starfs" að fara fram í grunnskólum Reykjavíkur?

" Vinsamlegast látið börnin okkar í friði."

Þú snýrð þessu algjörlega á haus. Látt þú börnin mín í friði.

"Ef þið viljið ekki að ykkar börn kynnist kristilegum gildum og boðskap kristinnar kirkju, farið þá með ykkar börn eitthvert annað. "

Mætti ég benda þér á kirkjur og sunnudagaskóla. Ég kýs að fara ekki með börnin mín þangað. Ég get ekki kosið að fara ekki með börnin mín í grunnskóla. Það er skólaskylda á landinu ef þú vissir það ekki.

"Meirihluti þjóðarinnar vill kenna börnunum kristinn siðaboðskap."

Þá getur meirihluti þjóðarinnar farið með börnin í kirkju.

Auk þess hef ég aldrei mótmælt því að börn læri um kristni í skólum.

Þessar athugasemdir Kjartans koma ekki úr tómarúmi heldur eru þær afleiðing áróðurs sem rekinn hefur verið af ríkiskirkjunni og öðrum trúarhópum síðustu ár. Umræðan er svona heimskuleg vegna þess að málstaður ríkiskirkjufólks og annarra sem vilja stunda trúboð í leik- og grunnskólum hefur verið svona ómálefnalegur frá byrjun. Jafnvel "fræðimenn" við Háskóla Íslands hafa stillt dæminu upp þannig að vonda fólkið "andmæl[i] almennum mannréttindum á borð við að foreldrar veiti börnum sínum trúarlegt uppeldi og börn fái að tjá sig um trúarefni í skólum". Athugasemdir Kjartans eru rökrétt afleiðing slíkrar þvælu.

kristni
Athugasemdir

Einar - 04/04/13 10:40 #

Virkilega óhugnanlegur lestur margar þessara athugasemda við þetta mál.

Þetta kristilega siðferði virðist oft hafa lítið með kristið fólk að gera.

ArnarG - 04/04/13 13:38 #

Þetta er sturlun! Afsakaðu en ég hélt ég væri búinn að sjá og lesa allt!

Sigurgeir - 04/04/13 14:13 #

Alltaf soldið gaman af því hvað áhangendur trúar eða kirkju eru snöggir að væna fólk um heift og hatur þegar það ósammála.

Jóhann Ingi - 04/04/13 14:31 #

Gjörsamlega út í hött. Athyglisvert er að þetta virðist vera aðallega bundið við "eldra" fólk, amk. eins og þetta kemur fyrir mín augu.

Yngra fólk áttar sig flest á vitleysunni sem trúboð í skólum vissulega er.

Oft virkar þetta einmitt orvæntingarfullt hjá "eldra" fólkinu þar sem það áttar sig á þróuninni og allt stefnir í það að þjóðin verður trúlausari og trúlausari með hverjum árgangnum sem kemur upp.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)