Örvitinn

Boðskapur hins upprisna Jesú

Hreyfður dans
Þetta er kraðak í ætt við páskaprédikanir ríkiskirkjufólks.

Kannski væri betur komið fyrir okkur sem þjóð ef boðskapur hins upprisna Jesú væri meira í hávegum hafður og meira mark væri tekið á honum. #

Prédikaði biskup og fjölmiðlar endurflytja hugsunarlaust.

Hver er þessi boðskapur? Að þeir sem ekki trúa á Jesú muni brenna í helvíti að eilífu? Að hjónabönd samkynhneigðra séu synd ("rusl")? Að karlar eigi að yfirgefa fjölskyldur sínar og fylgja næsta götuprédikara? Að konur eigi að vera undirgefnar? Að hið illa og myrkrið séu andstæða kristninnar #?

Hvernig væri að fá það almennilega á hreint áður en við veltum fyrir okkur hvort betur væri fyrir okkur komið. Ef biskup er einungis að tala um kærleika og fyrirgefningu eru til miklu betri leiðir til að hampa þeim gildum en að vitna í Biblíuna og Jesú.

Jesús var krossfestur og hann er upprisinn. Sú staðreynd leyfir okkur að lifa í þeirri trú að þrátt fyrir allt sigri hið góða, sigri lífið og blessunin.

Áhugaverð notkun á orðinu "staðreynd". Tölum frekar um upprisu holdsins og eigum gleðilega páska.

ps. Ein helsta þversögn páskanna er að afskaplega fáir trúa í raun á það sem þá á að hefa gerst samkvæmt kristinni trú. Samt prédikar ríkiskirkjufólk þetta allt með miklu ákafa og engum efa.

kristni
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)