Fimmta sæti í flugeldum
Ég endaði í fimmta sæti í flugeldakeppninni á ljósmyndakeppni.is með þessa mynd. Ég sá reyndar dálítið eftir að velja þessa mynd, fannst hún nokkuð góð en finnst þessi miklu betri. Hugsa að ég hefði jafnvel fengið aðeins betra fyrir hana, hvort það hefði dugað mér til að komast í topp 3 veit ég ekki.
Ég setti mynd í keppnina um mynd ársins 2005. Valdi eina um daginn til að vera með. Sýnist mér vera að ganga þokkalega og eflaust verð ég með einkunn yfir sex. Verð ánægður ef ég er í topp 20 þar, það eru gríðarlega margar myndir í þeirri keppni og ansi margar mjög góðar.
Sirrý - 09/01/06 11:52 #
Ég gaf þinni mynd 9 og verð að segja að ég skil ekki í fólki að hafa gefið henni 1 eða 2.
Sirrý - 09/01/06 15:09 #
Hvernig átti ég að vita það ? Ég gaf reyndar soltið hátt í þessari keppni og krakkarnir hjálpu til við að dæma.
Matti - 09/01/06 15:11 #
Æi, ég gerði bara ráð fyrir að þú hefðir séð myndirnar hér á síðunni minni - en takk fyrir níuna :-)
Matti - 10/01/06 08:28 #
Flugeldamyndirnar þínar eru frábærar - þú ert snillingur :)
Ég fer bara hjá mér :-)
Annars er ég sammála, ég er snillingur :-P, myndin af Kollu er fjandi góð og hún er afskaplega sæt :-)