Örvitinn

Flugeldamynd aftur á Vísi

Celebrating a new yearÉg gaf Vísi leyfi til að nota myndina mína í fyrra og hef gaman að því að þeir endurnýta hana í ár. Sér í lagi þar sem þeir merkja myndina.

Hef alltaf verið dálítið ánægður með þessar myndir en finnst myndin sem Vísir valdi ekki endilega best. Er t.d. hrifnari af þessari hér til hliðar. Annars er ég nokkuð sáttur við flestar af þessum flugeldamyndum á flickr. Þetta er þó hugsanlega sú "flugeldamynd" sem ég hef tekið sem fangar stemminguna best.

Stefni á að taka flugeldamyndir í kvöld en þarf þó að finna minniskortið fyrst.