Örvitinn

Gull!

Í gær hringdi Sigríður, móðir Teits, í mig og sagði mér að málmleitartækið væri komið í bæinn.

Teitur benti mér að hafa samband við hana þegar ég auglýsti eftir málmleitartæki. Þegar ég hringdi á sínum tíma og spurði um tækið var það í sveitinni.

Ég skaust til Sigríðar skömmu eftir að hún hringi í gær og fékk það lánað. Leitaði dálítið að hringnum um leið og ég kom heim aftur en kunni ekkert á tækið og fann því ekki nokkurn skapaðan hlut. Googlaði og sótti leiðbeiningar sem ég las ítarlega, stundum borgar sig að læra á græjurnar áður en maður notar þær.

Druslaðist loks út úr húsi í kvöld með tækið tengt við heyrnartól og eftir klukkutímaleit í garðinum þar sem ég var búinn að finna marga steina en engann fjársjóð fékk ég frekar dauft merki við stíginn fyrir ofan hús (þar sem ég var að vinna undir lokin þegar hringurinn týndist) og viti menn, eftir að ég hafði rótað aðeins í moldinni blasti hringurinn við.

Nú á ég semsagt aftur giftingarhring.

dagbók
Athugasemdir

raggi sveins - 06/06/10 21:03 #

Góður, gaman fyrir þig að þetta bar árangur. Veistu hvort mamma Teits vilji leigja tækið áfram. Lenti nefnilega í þessu sama í vorhreingerningunum fyrir nokkrum vikum síðan, hef hvergi fundið svona tæki á leigu :)

Raggi

Matti - 06/06/10 21:11 #

Ég skal spyrja hana á morgun :-)

ábs - 07/06/10 01:00 #

like

Kristinn - 07/06/10 08:45 #

Frábært dæmi. Það eiga fleiri eftir að segja þessa sögu þegar orðið hringur kemur upp en þú sjálfur er ég hræddur um :-)

Kata - 07/06/10 20:02 #

Gott að heyra :)

Matti - 07/06/10 20:12 #

Ég var í viðtali um þetta mál í Síðdegisútvarpinu á Rás2 í dag!

Siggi - 27/04/11 00:12 #

Ég er að vinna fyrir Fornleifavernd Ríkisins og ef einhver er í vandræðum þá er ég einn af fáum á Íslandi sem er með leifi til notkunar á málmleitartæki. Er með tvö stk í notkun. Sendið mér bara mail :)

Kv, Sigurður.