Tepokablogg
- Ég er að drekka svart te úr jólasveinabolla. Er ekki við hæfi að drekka úr jólasveinabolla á skírdag?
- Fékk mér engjaþykkni með stjörnukorni í hádegismat. Fyrst stelpurnar eru ekki heima hlýt ég mega ganga í jógúrtið í ísskápnum.
- Það er merkilegt hvað ég verð duglegur við heimilisstörf þegar ég er að læra fyrir próf. Ég er búinn að taka úr einni þvottavél (sem ég setti aftur í gang í morgun) og setja í aðra. Ótrúlegt hvað ég fann marga svarta (staka) sokka í óhreina tauinu. Auk þess búinn að taka úr uppþvottavél, ganga frá á borðinu og taka til í húsinu.
- Er búinn að átta mig á öryggisbilum, þarf samt að æfa mig. Næst eru það tilgátupróf.
- Á morgun kl. 12:30 verður páskabingó Vantrúar haldið í fimmta skipti. Óskaplega líður tíminn. Fyrst þegar við í Vantrú héldum bingó ákváðum við að drífa í því með nær engum fyrirvara. Það mættu fáir þá en þetta heppnaðist samt vel og fékk umfjöllun í fjölmiðlum. Afskaplega mörgum þótti uppátæki okkar asnalegt. Athugasemdir hér eru áhugaverðar. Snillingarnir Helga Guðrún og Gylfi í Símabæ eru mætt á svæðið.
- Ég veit ekki til þess að í guðfræðideild Háskóla Íslands sé að finna glærur yfir orðbragð sem notað hefur verið um Vantrú og nafngreinda meðlimi þess félags. Ekki sama Jón og séra Jón!
- Páskarnir eru víst helsta hátíð kristinna manna. Sýnir það ekki ágætlega hversu lítið kristin þjóðin er? Vissulega er fínt að fá frí um páskana en þetta er ekki næstum jafn hátíðlegt hjá okkur flestum og jól og áramót.
Athugasemdir
Jón Frímann - 21/04/11 17:06 #
Spammarar eru búnir að hakka vefsíðuna blekpennar.com í tætlur.