Tepokablogg
Er þetta fyrsta alvöru tepokablogg íslenskrar bloggsögu? Ég veit það ekki og nenni ekki einu sinni að googla það.
Ég notaði þennan tepoka tvisvar í dag. Fékk ágætt te í bæði skipti. Þetta er nokkuð gott te, fæst í Bónus. Ég hef ekki enn lært að drekka kaffi og held að það sé eiginlega útséð með það. Held mig við tedrykkju enda tedrykkja miklu fágaðari en eitthvað kaffisumbl.
Við höfum haft það alveg óskaplega gott í páskafríinu, rembumst við að gera ekki neitt. Höfum gert (alltof) vel við okkur í mat og drykk.
Ég hef reynt að eyða dálitlum tíma í þýðendasmíði. Ýmislegt sem þarf að huga að í því verki þó þetta sé ekki flókið í raun. Ég vildi að ég hefði stúderað þýðendur fyrir fimmtán árum eða svo.
Páskabingó Vantrúar fór fram í dag og heppnaðist vel. Nokkuð ítarlega var fjallað um það í sjónvarpsfréttum en ég geri ráð fyrir að Morgunblaðið passi sig á að segja ekki neitt. Birni Bjarnasyni finnst þetta dæmi um athyglissýki. Hann hefur sagt eitthvað svipað áður.
Carlos Ferrar móðgast ákaflega útaf "rúnki" í bloggfærslu hjá mér. Blokkeraði mig af Facebook vegg sínum í kjölfarið. Það var skynsamlegt. Telur mig ekki vilja "samræður". Minnir mig á Björn Bjarnason sem sagði einmitt:
Alþingi hefur ákveðið, að lög af þessu tagi gildi hér á landi. Þeir, sem mótmæla henni í nafni vantrúar sinnar og kjósa að sýna það með því að spila opinberlega bingó föstudaginn langa til að komast í fréttir, velja auglýsingamennsku samtímans í stað rökræðna.
Af hverju getur þetta vantrúarlið ekki bara sætt sig við að hlutirnir eru eins og þeir eru. Hætta leiðindum og rabba um málin. Kannski breytist eitthvað á næstu eða þarnæstu öld.
- Kvikmyndin Up? að byrja í sjónvarpinu. Hún inniheldur eitthvað sorglegasta atriði kvikmyndasögunnar. Best að koma sér í stellingar.
Matti - 06/04/12 19:55 #
Ég ætlaði að laga færsluna, uppsetningu á næst síðasta punkti og bæta inn vísun á bloggfærslu um bloggfærslur en kemst ekki inn í bloggkerfið.
hildigunnur - 07/04/12 09:15 #
telst þetta með? http://hildigunnur.wordpress.com/2011/03/02/sidasta-roflid/
hildigunnur - 08/04/12 08:59 #
Satt segirðu :)