Örvitinn

Handlóđaferđalag

Hestur
Ţessi fallegi fákur tók á móti okkur og kvaddi viđ bústađ. Tók símamynd úr bílglugga ţegar viđ fórum heim.
Veirudagbók, áttundi kafli. Fátt gerđist annađ en ađ viđ hjónin ókum í sumarbústađ til ađ sćkja handlóđasett.

Unnum heima í dag. Svosem fátt um ţađ ađ segja (ekkert ţunglyndi samt, bara tíđindalítiđ). Setti tölvuskjá upp í herberginu hennar Kollu, 27" skjár nýtist ágćtlega sem "sjónvarps"skjár líka. Nýi skjárinn er geggjađur!

Hrćrđ egg og beikon í hádegismat, hóflegur skammtur.

Veđriđ var skárra í dag en síđustu daga og ég er ekki frá ţví ađ ţađ hafi dálítil áhrif á mig. Fór samt ekkert út úr húsi fyrr en seinnipartinn.

Eftir vinnu fórum viđ hjónin semsagt út, byrjuđum í Sorpu međ umbúđir utan af skjánum fína og ókum svo upp í bústađ í Borgarfirđi. Ţar átti ég handlóđasett sem kemur sér ágćtlega nú ţegar ekki er hćgt ađ komast í líkamsrćkt. Ţetta eru fín lóđ, sćmilega ţung. Ţađ var ekki mikil umferđ, sem kemur lítiđ á óvart og ferđin gekk vel. Hesturinn á myndinni tók á móti okkur rétt viđ bóndabćinn, áđur en beygt er inn ađ bústöđum.

Viđ stoppuđum örstutt, rétt sóttum lóđin og tékkuđum á bústađnum áđur en viđ héldum aftur heim.

Fengum okkur kvöldmat hjá La Colina pítsustađnum í Borgarnesi. Ţessa daga viljum viđ versla viđ litlu fjölskyldustađina og ţetta er einn ţeirra. Mćli međ pítsunum ţar.

Heimferđin gekk jafn vel og uppeftir, afar lítil umferđ á leiđ í bćinn rétt rúmlega átta.

Horfđum á Kveik. Magnađ mál međ Gamma en er ekki ţörf á frekari rannsókn á félaginu. Hvernig varđ Gamma ađ nćstum engu, varla eingöngu útaf ţessu fasteignafélagi. Ég spái ţví ađ einhver hópur hafi stoliđ eins og milljarđi úr ţessu dćmi!

dagbók
Athugasemdirath. póstfangiđ birtist ekki á síđunni

má sleppa

(nćstum öll html tög virka, einnig er hćgt ađ nota Markdown rithátt)