Örvitinn

Sólarhrings pítsur

Pítsur
Tvær af fjórum, pepperoni og sveppir. Pulled pork, beikon, sveppir og laukur.
Það tekur mig bara sólarhring að gera ágætar pítsur! Tíu mínútur í gærkvöldi, tíu í hádeginu og 45 í kvöld. Trikkið er að gefa deiginu góðan tíma og vera ekkert að hamast á því, ekki hnoða, bara móta og teygja. Þá kemst loft í það og það er það sem við viljum..

Messufall í bloggfærslum hjá mér. Hef ekki farið út úr húsi en tók æfingu hér heima í kvöld, skokk, hendur og axlir.

Ég þarf að fara út úr húsi, það er depremerandi að hanga inni allan daginn, alla daga.

Vinnufundur
Vinnuaðstaðan, zoom fundur á makkanum til hliðar
Ég vinn eiginlega allan daginn á skrifstofunni niðri, rölti upp og næ mér í te og heilsa upp á stelpurnar. Fer upp í mat.

Á fimmtudögum eru fundir með öllum starfsmönnum Men&mice. Það er ágæt tilbreyting að sjá framan í allt samstarfsfólkið, ég funda með nánustu samstarfsmönnum á hverjum morgni og spjalla á Slack en hina sé ég ekkert fyrir utan þetta.

dagbók
Athugasemdir

Erlendur - 07/04/20 22:47 #

Lumarðu kannski á uppskrift fyrir forvitinn heimakokk?

Matti - 08/04/20 13:58 #

Heiti því að á næstu tveimur vikum kemur hingað inn ítarleg bloggfærsla, með myndum og myndböndum, um sólarhrings pítsudeig :)




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)