Örvitinn

Sund, líkamsrækt og smithætta

Bílastæði
Autt bílastæði við Breiðholtslaug 7. apríl
Á fundi almannavarna í dag var sagt að sennilega yrðu sundlaugar opnaðar í næsta áfanga en ekkert var minnst á líkamsræktarstöðvar.

Við sem viljum, nei þurfum, að komast í ræktina erum auðvitað farin að örvænta örlítið.

Ég skil ekki pælinguna með að opna sund á undan líkamsrækt því mín reynsla er sú að það sé líklegra að smitast í sundi en í ræktinni! Eins og ég bloggaði 21. mars

Fólk var áberandi duglegra við að þrífa í kringum sig í ræktinni, bæði stangir og lóð. En staðan var önnur í sundlauginni í hádeginu, ég verð að segja eins og er, ég skil ekki gamla fólkið í pottunum, vita þau ekki að þau eru í mesta áhættuhópnum? Ég byrjaði semsagt í kaldari heita pottinum, þar var bara ein kona, en hún var búin að koma sér fyrir þannig að ég þurfti eiginlega að troða mér framhjá henni. Svo fór ég í heitari heita pottinn og kom mér vel fyrir, en áður en ég vissi af var karl búinn að planta sér innan hálfs metra frá mér, svo hann gæti nuddað iljarnar á sér með inntakinu! Ég fór þá í kalda pottinn og var einn í honum í rétt tæpar tvær mínútur, en þá komu þrjár fullorðnar konur í hann! Ég flúði í heitari pottinn, sem þá var tómur.

Þær komu í humátt eftir mér og innan skammst voru sjö komnir í pottinn og áttunda gamalmennið á leið ofan í, hálfur metri milli fólks! Ég flúði.

Ég treysti mér betur til að sótthreinsa í kringum mig í ræktinni (og halda fjarlægð) heldur en að halda fjarlægt í pottunum!

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 05/05/20 09:59 #

Það er líka miklu minna mál að opna líkamsræktarstöðvar án þess að opna búningsklefa. Fólk mætir í íþróttafötum og fer í sturtu heima.

Matti - 06/05/20 16:28 #

Sóttvarnalæknir: Meiri smithætta í ræktinni en í sundi
„Mitt mat er að það er miklu meiri nánd, miklu fleiri snertifletir, miklu erfiðara að þrífa og sótthreinsa á milli einstaklinga og alla þessa fleti sem þar eru fyrir heldur en í sundi,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag, aðspurður um þrýsting frá eigendum líkamsræktarstöðva. „Í sundi kemur fólk saman í búningsklefa, klórinn sem er í vatninu, hann drepur veiruna, hún þrífst ekki í slíku vatni, þannig að áhættan er, að mínu mati, miklu minni í sundi heldur en í likamsræktarstöðvum.“

Það kemur mér verulega á óvart að Þórólfur lesi ekki bloggið mitt :-P

Ég hefði semsagt sagt að ræktin með sóttvörnum og án búningsklefa sé sennilega betri en heitir pottar fullir af gamalmennum :-)




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)