Örvitinn

Segulómskoðun með litlum fyrirvara

vond sjálfsmynd, ég að kæla öxlina í íbúðinni á Spáni
Ég þurfti að kæla öxlina af og til úti á Spáni vegna verkja

„Heyrðu, ég á lausan tíma eftir 15-20 mínútur. Kemstu þá“

Símtal frá Domus Röntgen klukkan hálf fjögur í dag. Ég þáði boðið og dreif mig, enda ekki langt að fara úr vinnunni.

Forsagan er sú að síðan í lok september er ég búinn að vera eitthvað bilaður! Fyrst var þetta bara verkur í öxl eftir lyftingar og ég var eiginlega viss um að ég væri með „klemmueinkenni í öxl“. Var farinn að finna fyrir verkjum í helgarferð til Dublin. Svo færðist þetta yfir í eitthvað sem líktist vöðvabólgu í herðum vinstra megin auk verkja í öxl og þannig var ég meira og minna úti á Spáni í lok október, byrjun nóvember. Fór þó samviskusamlega í ræktina annan hvern dag á Spáni og lyfti lóðum (fór varlega).

Fyrir þremur vikum var ég svo farinn að fá mjög slæman nálardofa út í vinstri hendi ef ég var ekki í réttri stellingu, enn stífur og aumur í baki en laus við verki í öxl. Hef ekki farið í ræktina í næstum mánuð.

Heimsótti heilsugæsluna í síðustu viku og þá voru alxarmeiðsli útilokuð en mér sagt að gefa þessu tíma og taka íbúfen. Ég gafst upp á því og leitaði aftur til heilsugæslunnar rúmri viku síðar, enda tæplega vinnufær þrátt fyrir verkjalyf. Var bókaður í segulómskoðun og fékk tíma með þessum stutta fyrirvara í dag.

Eftir smá bið komst ég í tækið alsjáandi og mátti dúsa þar hreyfingarlaus í fimmtán mínútur. Þorði varla að anda til að skemma ekki myndatökur. Óttaðist að fá verki í bak og hendi akkúrat þá stundina en slapp sem betur fer við það.

Klemmd taug eða brjósklos er það sem ég hef heyrt sem líklegustu skýringar. Fæ vonandi skýrt svar eftir helgi. Þangað til er það bara meira íbúfen og stellingar sem valda ekki vandræðum.

heilsa
Athugasemdir

Erlendur - 12/12/22 15:47 #

Segulómskoðun er ógeðslega töff

Matti - 12/12/22 16:25 #

Mjög töff.

Ég væri sko til í að fá afrit af gögnum og sjá hvort það sé hægt að gera eitthvað úr þeim. En sennilega er það dálítið maus :)

Matti - 21/12/22 20:09 #

Niðurstöðun fékk ég í síðustu viku; brjóskútbungun.

Heyrði í lækninum í gær. Með æfingum og teygjum ætti þetta að ganga til baka.

Þannig að nú er ég kominn á biðlista hjá sjúkraþjálfara.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)