Örvitinn

Rafmagnshjólandi

cube rafmagnshjól
Cube Reaction Hybrid Race 750 2023, ég bætti við brettum og standara. Mynd af heimasíðu tri.
Keyptir mér rafmagnshjól um fyrir 11 dögum. Hjóla nú í vinnuna flesta daga og er búinn að fara 125km á hjólinu. Cube reaction hybrid race frá Tri varð fyrir valinu.

Þetta er ótrúlegur munur, allt í einu er miklu léttara að hjóla upp úr Elliðaárdal í Bakkasel og allar brekkur eru þægilegar.

Hjólið veitir stuðning, maður þarf að hjóla með, upp að 25km hraða, hraðar en það er maður einn á báti! Það getur verið dálítið skrítið þegar mótstaðan eykst en þetta er samt temmilegt. Á sléttum köflum með vindinn í bakið hjóla ég hratt, en ef ég er að fara upp á móti eða með stífan vind í fangið er 25km á klst ágætur hraði.

Nú er bara að sjá hvað ég endist, ég ætla ekki að lofa því að ég hjóli í allan vetur en markmiðið er að hjóla vel fram á haust og sjá til með vetrarhjólreiðar á nagladekkjum.

Ákvað að kaupa mér fjallahjól þar sem mig langar líka að hjóla aðeins á stígum t.d. í Heiðmörk og fara með hjólið í bústað og hjóla þar í kring. Fannst líka mikilvægt að hafa stóra rafhlöðu því mig langar að taka þokkalega langa hjólatúra af og til. Eftir fyrstu vikuna sýnist mér raunhæft að fara um 120km á hleðslu á þessu hjóli (miðað við slatta af brekkum). Fannst fullmikið að fara í fulldempað fjallahjól, þannig að "hardtail" dugar. Fékk ágætis afslátt af uppgefnu verði.

Keypti síðast hjól árið 2008. Það virkar enn ágætlega!

dagbók græjur
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)