Örvitinn

Barlómur

Er Jón Gnarr vitlausasti maður landsins? Ég veit það ekki. Á baksíðu Fréttablaðsins í dag rembist hann við að sannfæra alþjóð um að svo sé. Pistill dagsins er skelfing, einn mesti fýlupoki landsins gagnrýnir samkynhneigða fyrir að vera ekki himinlifandi með stöðu sína.

SANNLEIKURINN er sá að hommar í dag eru mjög áhrifaríkur þjóðfélagshópur. Þeir eru ríkir og valdamiklir og eyða miklum peningum en njóta um leið forréttindanna sem fylgja því að vera minnihlutahópur. Þau forréttindi felast helst í athygli og umræðu. Þetta er einstök staða. Og hommar hafa líka tíma fyrir jafnréttisbaráttu. Einstæðar mæður hafa til dæmis ekki þann tíma. Mér dettur í hug heilbrigður og sterkur maður sem þykist vera aumur til að fá athygli.

Forréttindi minnihlutahópa felast í athygli og umræðu! Hvað getur maður sagt?

Palli veltir þessu líka fyrir sér

Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 16/09/05 11:26 #

Þarna tekst Jóni að komast í þann forréttindahóp sem vekur umtal og fær athygli. Ég er mjög hrifinn af því að hann komi svona útúr skápnum.