Örvitinn

Svona lítur heimsókn leikskólaprests út

Á heimasíðu Seljakirkju eru myndir af heimsókn leikskólaprests á Jöklaborg. Þetta er ekki leikskóli stelpnanna minna heldur annar í hverfinu. Svona fer þetta fram, líka hjá mínum stelpum. Bendi sérstaklega á síðustu tvær myndirnar.

Uppfært 27.11.2008
Það er búið að fjarlægja myndirnar af heimasíðu kirkjunnar. Ekki veit ég af hverju, kannski er þetta lið farið að kunna að skammast sín.

Ég fann myndirnar á archive.org. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Seljakirkja í leikskólaheimsókn

leikskólaprestur
Athugasemdir

Gunnar - 09/03/06 09:48 #

Úff, fer um mann hrollur, vona að þetta sé ekki staðlað útlit leikskólabarna í prestsheimsóknunum...

Eyja - 09/03/06 10:11 #

Málið er að mörgum finnst svona myndir afskaplega sætar og hugljúfar.

Matti - 09/03/06 10:56 #

Já einmitt, ég veit af því en skil það ekki :-|

Ég samþykki ekki svona hegðun þó tilgangurinn sé að útbreiða rökhyggju.

Eyja - 09/03/06 11:35 #

Jamm, það er eitthvað við múgsefjunarhegðun sem sumum finnst afskaplega aðlaðandi. Kannski út af samkenndinni?

Birgir Baldursson - 09/03/06 12:46 #

Þetta eru algerar hryllingsmyndir. Það liggur við að maður taki það af stefnuskránni að eignast börn til að þurfa ekki að finna þessi hryðjuvek á eigin skinni!

Maður er gráti næst yfir þessu rugli.

Matti - 09/03/06 13:01 #

Maður er gráti næst yfir þessu rugli.

Það er rétt, maður er gráti nær :-|

Hjalti - 10/03/06 12:47 #

Lesa ekki einhverjir kirkjunnar menn þessa síðu? Vilja þeir ekki koma með neinar athugasemdir? Taka kannski fram að þeim finnist þetta rangt? Reyna að bjarga áliti manns á klerkastéttinni?

Matti - 10/03/06 12:57 #

Það hefur nokkrum sinnum komið fram að þeim finnst ekkert athugavert við þetta :-|

Hjalti - 10/03/06 13:05 #

Ég hélt alltaf að þeir stæðu í þeirri góðu trú að það væri einungis um "fræðslu" að ræða, ekki gróft trúboð eins og á þessum myndum.

Það væri fínt að fá það staðfest að þeir sjái ekkert athugavert við þetta.

Matti - 10/03/06 13:06 #

Já, ég tek undir það, það færi fróðlegt að fá staðfestingu á því.

Halldór E. - 10/03/06 16:50 #

Úr eldri ummælum á vef Örvitans.

Hins vegar mælir að mínu mati ekkert á móti því að leikskólakennarar séu í samstarfi við fagfólk á sviði trúar ef vilji er til þess að vinna með trúaruppeldi barnanna. Ekkert frekar en að leikskóli dóttur minnar sé í samstarfi við Dansskóla um danskennslu. Jafnvel þó vissulega sé dansiðkun andstæð trúarhugmyndum einhverra nemenda, sem þá vinna að öðrum verkefnum meðan dansað er.

Sérverkefni líkt og þetta þarf hins vegar að fara fram í nánu samstarfi við foreldra.

Matti - 10/03/06 16:56 #

Er þetta ekki alveg örugglega staðfesting? :-)

Halldór E. - 10/03/06 17:10 #

Ég geri alltaf það sem þið vantrúarseggir biðjið mig um :-).

Hjalti - 10/03/06 17:25 #

Þá veit maður það, einn kirkjunnar maður búinn að viðurkenna það að hann sér ekkert athugavert við þetta grófa trúboð í opinberum leikskóla.

Ég hélt nú samt að það væri amk opinber stefna Þjóðkirkjunnar að skólakerfið eigi bara að sjá um fræðslu (ekki "fræðslu" í kristnum skilningi, það er að segja "fræðslu um sannindi trúarinnar") en tileiknunn ætti að eiga sér stað á heimilum og í kirkjunni. Er það rétt munað hjá mér Halldór?

Að vísu er oftast lítið að marka það sem Þjóðkirkjan skrifar um stefnuna sína (sbr ljóðrænu játningar hennar), þannig að það er spurning hvort þeir túlki ekki bara opinberu stefnuna sem einhverja myndlíkingu.

Halldór E. - 10/03/06 18:05 #

Fullyrðing Hjalta um að börn með spenntar greipar sé gróft trúboð dæmir sig sjálf. Varðandi það að ég sjái ekkert athugavert við trúboð í opinberum leikskólum, þá er það að sjálfsögðu einnig of djúpt í árina tekið hjá Hjalta. Það að unnið sé með trúaruppeldi í leikskólastarfi er ekki nauðsynlega vandamál. Hvað Óli Jói og Bolli voru að gera í Seljahverfi, þekki ég ekki og ekki þú heldur Hjalti. Ég hef efasemdir um þá stefnu kirkjunnar að leita meira inn í skólakerfið. Sér í lagi ef það felur í sér að fá skólana til að taka yfir þætti í trúarlegu uppeldi. Hins vegar er ekki vandamál í mínum huga að kirkjan komi að trúarlegu uppeldi barna og unglinga. Ef það er gert í sátt við foreldra getur það uppeldi átt sér stað á tíma leikskólans og að sjálfsögðu á tíma frístundaheimilanna, enda eru þau uppbyggð með það fyrir augum að börn geti sinnt fjölbreyttum verkefnum á vegum félagasamtaka á starfstíma frístundaheimilanna.

Hjalti - 11/03/06 04:53 #

Þú ert greinilega ósáttur við orðið "gróft" (því varla ertu að mótmæla því að þetta sé trúboð). Ég vildi bara benda á að þetta er meira trúboð en að segja krökkunum að goðsögur kristindómsins séu sanna og meira en að segja þeim að ákveðnir andar séu til.

Hvað áttu annars við með að "vinna með trúaruppeldi"?

Ég veit ekki alveg við hvaða tilefni þessar myndir voru teknar en ég hef sent Ólafi tölvupóst (ef @hi.is netfangið hans er enn virkt) og vonandi komumst við brátt að því.

En kirkjan má vel "sinna trúarlegu uppeldi"(barnatrúboð) í sínu starfi, hún á bara ekki að troða sér inn í opinbera skóla, sérstaklega ekki leikskóla, það er siðlaust.

skúli - 11/03/06 17:02 #

Já, það er vandlifað í henni veröld. Þessar myndir sýna það þó að engin dul er dregin á það sem fram fer við heimsókn prestsins í leikskólann.

Sjálfsagt heyra svona samkomur innan opinberra stofnana senn sögunni til eftir því sem fjölmenningin setur meiri svip sinn á samfélagið. Foreldrar sem vilja stuðla að trúarlegu uppeldi barna sinna í samræmi við það sem kveðið er á um í skírninni hafa þá aðgang að barnastarfi kirkjunnar til þess arna.

Hjalti - 11/03/06 18:18 #

Matti: Var sagt frá því í tilkynningunni um heimsóknir prestsins að það ætti að stunda "gróft trúboð"?

En hvað segið þið kirkjunnar menn, er ekki ein grunnforsenda samstarfs kirkju og skóla að "tileinkun trúar eða lífsskoðunar fer fram á heimilum, í kirkjum eða trúfélögum"?

Skúli, síðan er alveg óhætt að hætta strax, kristið fólk er ekki í meirihluta á Íslandi

Af hverju kallið þið þetta "trúarlegt uppeldi" en ekki trúboð?

Matti - 11/03/06 18:21 #

Bréfið er hér.

Var mig bara að dreyma það, eða var ekki Þjóðkirkjan að álykta fyrir stuttu að auka ætti samstarf við leik- og grunnskóla?

Arnold Björnsson - 28/10/10 21:47 #

Börnunum er talið í trú um að þau sé að biðja til Jesú/Guðs sem bænheyrir og brekst við óskum barnanna. Varla sagði presturinn þeim að spenna greipar og tala við sjálfan sig. Sonur minn varð fyrir nákvæmlega svona háttsemi kirkjunnar. Ef þetta er ekki trúboð þá er EKKERT til sem er trúboð.

Þegar barn segir við foreldar sína. "ég er eini í fjölskyldunni sem trúi á Guð" þá hefur barnið orðið fyrir trúboði í skólanum.

Afhverju heldurur að guð sé til? "maðurinn og konan í skólanum sögðu mér það. Og átt þar við prestana í Hjallakrikju sem heimsóttu leikskólann reglulega.

Svona samtal áttum við foreldrarnir við son okkar að verða 6 ára.

Hvað þarf til að kirkjan viðurkenni þetta????

Svakalega er ég orðinn óstjórnlega pirraður á lygum þessa fólks. Óheiðarlegar fólk hef ég ekki átt við. Þannig er það bara.

Sara - 29/10/10 12:59 #

þessu er eg alveg sammála

ég lenti í því að heittrúaður kristinn maður (faðir frænku minnar, hann er ekki lengur í fjölskyldunni)taldi dóttur sína um það að útaf því að mamma hennar og ég værum ekki kristin þá mundum við fara til helvítis og vera þar að eilífu í eldi djöfulsins.. barnið var 5 ára.. fékk martraðir og grét þar til hún sagði hvað væri að.. auðvitað urðum við sjokkeraðar yfir þessu háttalagi.. þannig það eru ekki einungis prestar sem eru slæmir, heldur er líka inní myndinni foreldrar og annað fólk..

Ari Kolbeinsson - 29/10/10 13:01 #

Ég bý í Svíþjóð, og börnin mín fara á leikskóla þar sem er ekkert trúboð. Leikskólakennararnir hváðu þegar við spurðum og vildu meina að kirkjuferðir og prestaheimsóknir væru nú ekki taldar siðlegar.

Það er greinilega búið að hugsa málin betur sumstaðar.

Matti - 29/10/10 13:40 #

Ég huldi andlit krakkanna sem eru mest áberandi eftir að mér var bent á að það væri vafasamt að nota börnin í þeim tilgangi að gagnrýna kirkjuna. Tek mark á þeirri athugasemd.

Myndirnar eru ekki alveg jafn áhrifamiklar þegar svip barnanna vantar.

Mummi - 29/10/10 18:08 #

Sammála. Hvernig kemur út að blörra bara augun?

Einar - 30/10/10 13:23 #

Vægast sagt óhugnanlegar myndir.

Enn eitt dæmið.

Samt á víst ekkert trúboð að vera í grunn- eða leikskólum.

Eru guðsmenn og trúaðir að ljúga... hvaða ástæður gætu þeir haft fyrir því.

Jón Magnús - 01/11/10 10:53 #

Þeir hafa gríðarlega mikla hagsmuni með að móta hugi ungra barna. Fyrir þá er þetta peningaspursmál og að halda uppi meðlimafjölda í kirkjunni.

Þeir eru að bregðast við að foreldrar eru hættir að fara með börnin sín í sunnudagaskólann og því tók kirkja meðvitaða ákvörðun um að sækja inn í skólana. Það eru til ályktanir frá kirkjuþingum sem fjalla um þetta vandamál kirkjunnar.

Það er líka þróun í gangi sem prestar vita og fleiri og hún er sú að fjölgun trúlausra á Íslandi (og í heiminum) er gríðarlega mikil (http://commonsenseatheism.com/?p=95). Skv. þessari grein hefur hún verið 76% á áratug frá 1900.

Þorsteinn - 03/11/10 22:46 #

"Óhugnanlegt!, Gróft trúboð!, Hryllingur!" Þegar maður sér svona upphrópanir yfir mynd af börnum á bæn dettur manni helst í hug að maður hafi villst inn á heimasíðu hjá amerískum sértrúarsöfnuði þar sem meðlimir séu að hneykslast á öllum hinum sem ekki hafa höndlað sannleikann. Það er einfaldlega hið besta mál að leikskólabörn séu alin upp í guðstrú og góðum siðum. Þannig er það nú bara.

Matti - 03/11/10 23:18 #

Þú mátt ala þín börn eins og þú kýst, láttu mín í friði. Þú mátt kenna þínum að tala við Gvuð, ég segi mínum að slík fyrirbæri séu ekki til.