Örvitinn

Heilsan

Ég var með 37.5° með munnmæli áðan - miðað við síðustu tvo daga á hitinn eftir að hækka eitthvað.

Gyða sefur, hún svaf afar illa í nótt. Var alltaf að vakna útaf slími í hálsi. Ég svaf reyndar ansi illa líka, var með agalegan þurrk í munni og koki. Dreymdi sódavatn, fullt af sódavatni. Er ennþá þurr þrátt fyrir að hafa drukkið töluverðan vökva. Svo lekur úr nefinu á mér og ég er búinn að vera með nær stanslausan vindgang í báðar áttir síðustu daga.

Inga María er nokkuð spræk en ég hef reyndar ekki mælt hana. Hún er að dunda sér inni í dótaherbergi, hóstar af og til. Fór í handahlaup í morgun.

Ég þurfti að klikka klippa (óráð?) tyggjóklessu úr hárinu hennar áðan. Held ég hafi náð að gera það nokkuð snyrtilega.

Ég fattaði í morgun að þegar ég kom heim á mánudagskvöld lagði ég fyrir aftan hús. Ég vona að það sé ekki komin sekt, færi bílinn á eftir.

10.00
Inga María er hitalaus 36.4°og ég er kominn með 38° (með munnmæli).

13:30
38.8° - geggjað fjör. Ég færði bílinn, engin stöðumælasekt í þetta skipti.

heilsa
Athugasemdir

Ósk - 22/02/07 11:20 #

Í staðinn fyrir að klippa tyggjóklessur úr hári, þá virkar oft mjög vel að nudda lokkinn með hárnæringu og rúlla tyggjóinu af. Ég hef alltaf verið með sítt hár og þetta trikk var notað á mig þegar ég tyggjóaði það sem barn.

Látið ykkur annars batna!

Matti - 22/02/07 11:22 #

þakka þér fyrir, ég prófa þá aðferð næst. Ég tel semsagt afar sennilegt að þetta eigi eftir að gerast oftar á þessu heimili :-)