Örvitinn

365 miðlar eru í rugli

Hverslags sauðir eru eiginlega við stjórnvölinn hjá 365 miðlum?

365 miðlar Þegar við komum heim beið okkar greiðsluseðill frá 365 upp á 929.- þeir eru semsagt að rukka okkur fyrir að hafa stafræna afruglarann án þess að vera með áskrift að nokkurri stöð. N.b. ég er búinn að vera áskrifandi að Sýn síðasta árið og meira að segja borgað fulla áskrift allan þann tíma, ekki M12. Síðustu ár hefur þetta fyrirtæki fengið hundruði þúsunda frá þessu heimili.

Ég ákvað að taka mér hlé frá Sýn í sumar. Þau hringdu og buðu mér að ganga í M12, en staðreyndin er að ég spara ekkert á því að ganga í M12 ef gengið er út frá því að ég sé ekki með áskrift allt árið.

Næsta vetur verður Enski boltinn og Meistaradeildin á dagskrá á Sýn og Sýn2. Ég hafði hugsað mér að borga þeim fyrir þá áskrift þrátt fyrir að vera ekki ánægður með þjónustu þeirra. Ég ætlaði semsagt að borga þeim rúmlega sex þúsund krónur á mánuði allan næsta vetur.

Nú ætla ég aftur á móti að skila afruglaranum til að spara mér 900 krónur sem mig munar satt að segja ekkert um. Málið er bara að ég þoli ekki svona viðskiptahætti.

Í alvöru talað - hefur þetta fólk ekkert spáð í þessu? Þegar ég ætla að kaupa aðgang að boltanum þarf ég að gera mér ferð til þeirra og sækja nýjan myndlykil. Allt svo þau geti refsað mér núna fyrir að taka mér pásu frá áskrift.

Ef ég væri með myndlykil án áskriftar þyrfti ég bara að fara á netið og nokkrum mínútum síðar væri ég kominn með áskrift (og þau með pening). Þetta er bara grundvallaratriði í viðskiptum, þú villt gera allt til að auðvelda viðskiptavinum að eiga við þig viðskipti, stytta ferlið frá því að löngun kemur upp (í þessu tilviki, að sjá boltann) þar til viðskipti hafa átt sér stað. Fjandakornið, ég gæti fengið þá hugmynd að horfa á Copa America á næstu dögum - annað eins hefur gerst, ég hef oftar en einu sinni keypt áskrift að Sýn vegna þess að þeir voru að fara að sýna leik sem ég vildi sjá - reyndar hafa þeir tekið mig í görnina en ég keypti samt áskrift.

Í staðin er 365 rekið eins og gamaldags ríkisstofnun. Ég nenni ekki að eiga viðskipti við svoleiðis batterí - myndlykill fer til þeirra á eftir og ég mun þá krefjast þess að fá endurgreiddar rúmlega fjögur þúsund krónur sem ég á inni hjá þeim því ég var búinn að borga fyrir næsta mánuð þegar ég sagði upp áskrift - en ég ætlaði bara að eiga það inni þar til ég myndi kaupa aftur áskrift í haus.

Einhver gæti sagt að það væri svo dýrt fyrir þau ef fullt af fólki væri með myndlykla án þess að kaupa áskrift. Málið er að það er ekkert mál að skoða gögnin, rukka fólk sem er með myndlykla í lengri tíma án þess að kaupa neitt en ekki hina sem taka sér stundum stuttar pásur. Þessar upplýsingar liggja í gagnagrunnum fyrirtækisins og eru kjörin til þess að taka ákvarðanir sem gagnast til að koma vel fram við kúnna í stað þess að taka þá í rassgatið.

Ég ítreka að þetta er ekki spurning um fjárhæðir, þetta er ekki upphæð sem mig munar um. Þetta er spurning um að ég þoli ekki svona viðskiptahætti. Nú er nóg komið af þessu rugli. Það er í raun markaðsfræðilegt afrek hjá þessu fyrirtæki að ná að stuða mig jafn stórkostlega og þau hafa í gegnum tíðina. Ekkert fyrirtæki hefur náð að pirra mig jafn mikið með viðskiptaháttum sínum og 365 miðlar. Ég er akkúrat kúnninn fyrir svona apparat, fótboltasjúkur karlmaður með græjudellu og þokkalegar fjölskyldutekjur.

Þetta er rugl, hefur þetta lið enn ekkert pælt í viðskiptavild?

fjölmiðlar kvabb
Athugasemdir

Matti - 06/07/07 16:02 #

Jæja, ég er búinn að skila afruglaranum. Ekki fékk ég endurgreitt, til þess hefði ég þurft að skila afruglaranum fyrir þarsíðustu mánaðarmót.

M.ö.o. þrátt fyrir að ég hafi hringt og sagt upp áskrift, ákváðu þau að þar sem ég hefði verið búinn að borga væri það greiðsla fyrir júní.

Ég hef áður sagt upp áskrift eftir að hafa greitt og hef þá einfaldlega átt inneign hjá þeim.

Enn eitt dæmið um ruglið hjá þessu fyrirtæki.

Adolf Kr. - 08/07/07 09:34 #

Blessaður meistari,

Einfaldast er að smella upp Sky, svínvirkar og efnið er töluvert betra. Auk þess sleppurðu við að hlusta á þessa svokallaða íslensku boltaspekinga sem sjaldnast vita hvað snýr upp og hvað snýr niður.

Matti - 08/07/07 14:03 #

Blessaður Adolf, gaman að heyra frá þér.

Ég þarf að skoðna þessi mál. Er Sky að sýna alla leikina í enska boltanum? Hélt þeir sýndu enga leiki á aðal tíma.

Mummi - 09/07/07 00:55 #

Það að fá sér Sky leysir ekkert öll vandamál í tengslum við Premier League boltann eða Champions League.

Sky sýnir ekki neina leiki sem sýndir eru kl. 15:00 á laugardögum. Þú þyrftir þar að auki að vera með Setanta til þess að ná restinni af leikjunum en þeir hafa keypt sjónvarpsréttinn af ákveðnum fjölda leikja.

Sky & ITV (ef ég man rétt) hafa undanfarinn ár skipt með sér meistaradeildinni í Englandi.

Matti - 09/07/07 01:00 #

Það býður enginn upp á jafn góðan pakka og Sýn, ég held það sé ekki hægt að deila um það.

þess vegna segi ég að það sé markaðsfræðilegt afrek hjá þessu fyrirtæki að stuða mig svona, ítrekað

Ég ætla að sjá hvaða lausnir mér bjóðast með ljósleiðaratengingar. Ætti að geta fengið sjónvarpsmerki í hús frá einum framleiðenda þó ég endi svo með að kaupa efnið frá 365.

Ég get a.m.k. melt þetta í sumar.

Annars kæmi það mér ekki á óvart þó 365 þurfi að gera breytingar á næstunni - fréttir af fyrirtækinu benda ekki til þess að það sé í góðu standi.