Örvitinn

Fávitarnir á andríki

Ég hef svosem áður tuðað útaf andríki - en þessi pistill er alveg óskaplega vitlaus.

Vissulega hefur fjölgað í Þjóðkirkjunni ef við teljum hausa en á sama tíma og börn eru sjálfkrafa skráð í trúfélag móður og íslendingar sem flytja til landsins hafa fjölmargir verið skráðir án þess að vita af því er stórmerkilegt að hlutfallslega skuli fækka í henni á hverju ári. Íslendingum hefur fjölgað hraðar en meðlimum Þjóðkirkjunnar og það er ekki hægt að skýra alla þessa hlutfallslegu fækkun með auknum fjölda útlendinga.

Ég vil svo benda hálfvitunum gaurunum á andríki á að síðustu tvö ár hefur vantrú aðstoðað 500 manns við að lagfæra trúfélagaskráningu sína. Ég er sannfærður um að ef fólk gæti breytt trúfélagaskráningu sinni á einfaldari hátt, t.d. á skattframtali, myndu tugþúsundir íslendinga skrá sig úr kirkjunni. Með framtaki sínu hefur vantrú minnkað ríkisútgjöld um rúmar tvær milljónir á ári. Hvað hefur andríki.is gert? Ekki rassgat, það eina sem þessir fábjánar strákar gera er að koma sér í vinnu hjá ríkinu í gegnum pabba og þiggja laun frá skattgreiðendum.

Hvernig stendur á því að þessir "frjálshyggjumenn" eru sífellt að verja þessa tilteknu ríkisstofnun? Af hverju er þetta eina ríkisstofnunin sem andríki gagnrýnir aldrei? Hafa þeir kvartað undan launum presta eða fjölda þeirra? Hafa þeir skrifað pistla útaf öllum þessum kirkjubyggingum? Hafa þeir kvartað undan því að þessi stofnun var búin að sanka að sér meirihluta landsins áður en ríkið samdi við hana í upphafi síðustu aldar og aftur fyrir nokkrum árum og ríkissjóður borgar í staðin milljarða á hverju ári fyrir jarðir sem þessi kirkja stal (af kaþólsku kirkjunni sem stal þeim af þjóðinni)? Hafa þeir minnst á það að ríkið sér um að innheimta sóknargjöld og innheimtir þau einnig af þeim sem standa utan trúfélaga - m.ö.o. það er sérstakur trúleysingjaskattur hér á landi?

Nei, þeir kvarta ekki undan því vegna þess að fávitarnir pennarnir á andríki eru hræsnarar. Þeir eru ekki frjálshyggjumenn fyrir fimm aura, þeir eru kristilegir íhaldsmenn (repúblikanar).

Nú bíð ég bara eftir næsta strætó-, reykinga eða trúarpistli þeirra áður en ég nenni að pirra mig aftur útaf þessum fíflum .... uh, þessum ... andskotinn, það er ekkert betra orð til.

kvabb
Athugasemdir

Kalli - 24/10/07 14:56 #

Úff, þetta er bara spinn. Og það versta er að þetta er lélegt, augljóst og illa skrifað spinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 24/10/07 14:56 #

Já, þetta er afskaplega vitlaust. Greinarhöfundur hefði kannski átt að skoða fjölda þess fólks sem skráir sig úr Þjóðkirkjunni á hverju ári.

Lárus Viðar - 24/10/07 16:46 #

Maður skyldi halda að ríkisrekin trúarbrögð sem kosta þjóðfélagið milljarða á hverju ári ættu að vera helsta bitbein harðra frjálshyggjumanna. En man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann séð neina umfjöllun um slíkt í Webbanum. Set þó þann fyrirvara að ég hef að sjálfsögðu ekki lesið hvern einasta pistil sem hefur birst þarna.

Það er þó hægt að finna nokkra pistla þarna með kristilegu ívafi og biblíutilvitnunum. Kannski liggur hundurinn frægi grafinn þar.

Kristín - 24/10/07 17:03 #

Hættu að lesa svona dót sem fer í taugarnar á þér. Þetta getur verið slæmt fyrir heilsuna að gera sig svona pirraðan. Ekki dettur mér í hug að elta tenglana þína, forðast leiðindaskrif eins og heitan eldinn og er alltaf í góðu skapi (eða þannig).

Matti - 24/10/07 21:58 #

Æi, ég hef afskaplega gott af því að fá stundum útrás og hafði afskaplega gaman að því að skrifa þessa bloggfærslu :-)

Sigga Magg - 25/10/07 11:15 #

Öfgar eru auðvitað alltaf slæmar hvort sem það eru trúar- eða trúleysisöfgar. Vona að þú jafnir þig sem allra fyrst.

Matti - 25/10/07 11:18 #

Þetta er svo mikið kjaftæði.

Hvað með "öfgafullt" starf Amnesty International - eru það slæmir "öfgar"?

Hildur - 25/10/07 11:45 #

Það er oft sorglega stutt á milli frjálshyggju annars vegar og kristilegrar íhaldsstefnu hins vegar og margir setja samasemmerki á milli þess að vera hægrisinnaður skattalækkunarsinni og frjálshyggjumaður. Andriki.is hefur lítið sem ekkert með raunverulegt frjálslyndi að gera. Og reyndar ekki heldur aðrir íslenskir frjálshyggjumenn ef út í það er farið.

Arngrímur - 25/10/07 12:19 #

Frjálshyggja hefur ekkert með frelsi að gera.

Kalli - 30/10/07 19:08 #

Æi... þeim mun meir sem fólk hampa orðinu „frelsi“ þeim mun meiri vara hef ég orðið á mér.

Orðið „freedom“ er að verða að kolefnisjöfnunartrikki. Nema auðvitað á móts við pyntingar og álíka...

Matti - 31/10/07 09:43 #

Það er rétt hjá þér að í þessum greinum (tvær fyrstu eru frá 1999 og 2000) er talað um samband ríkis og kirkju en það er ekki minnst á neitt af því sem ég nefni í kvabbi mínu. Hvar sérð þú gagnrýni á ríkiskirkjuna í þessum skrifum? Er minnst á umfang hennar, laun presta, jarðeignir, kirkjubyggingar?

Þriðja greinin virðist frekar skrifuð til stuðnings kirkjunni ef eitthvað.

Eftir stendur að Vefþjóðviljinn er málgagn kristilegra íhaldsmanna, ekki frjálshyggjumanna.

Ef þú getur sýnt fram á að þeir hafi virkilega gagnrýnt ríkiskirkjuna mun ég að sjálfsögðu biðja þessa hálfvita þá afsökunar hér á síðu minni.

Birgir - 31/10/07 10:44 #

T.d. úr http://www.andriki.is/default.asp?art=08022004:

"Vefþjóðviljinn telur kjarna málsins vera að það þjóni hagsmunum kirkjunnar, og sé um leið sanngirnismál, að skilið verði á milli ríkis og kirkju og að hún losni þar með undan áhrifum ríkisvaldsins. Kirkjan á að vera æðsta og endanlega valdið í eigin málefnum."

Er eitthvað erfitt að skilja þessa kröfu um aðskilnað ríkis og kirkju?

Hér fær kirkjan líka að heyra það: http://www.andriki.is/default.asp?art=03072000

"Þátttaka Ólafs Ragnars á kirkjuhátíð verður að teljast með því sérkennilegasta við hátíðina. En það er svo sem fleira sem er sérstakt - meira að segja aðfinnsluvert - en það er þátttaka skattgreiðenda í hátíðinni. Nú mun heildarkostnaður vegna kristnihátíðar nema tæpum 900 milljónum króna, en vegna Þingvallahátíðarinnar einnar hátt í 300 milljónum króna. Að eitt trúfélag á landinu geti farið í vasa skattgreiðenda og sótt þangað 900 milljónir króna til að halda sér hátíð er langt fyrir utan öll eðlileg mörk. Jafnvel þeir sem telja að skattgreiðendur eigi að bera einhvern kostnað af trúar- eða menningarlífi í landinu - en Vef-Þjóðviljinn er ekki í þeim hópi - hljóta að viðurkenna að þessi veisla er langt umfram nauðsyn. Og biskup, sem verður tíðrætt um græðgi ef hann sér menn nota farsíma eða aka um á nýjum bílum, hefði átt að óska eftir umsvifaminni hátíð ef hann meinar í raun það sem hann segir. Það er sérstakt að halda hátíð fyrir tæpar 900 milljónir króna en senda fátækum börnum á Indlandi á sama tíma 30 milljónir króna - 3,3% af kostnaðinum vegna hátíðarinnar - ef græðgin í þjóðfélaginu er óhófleg."

Og hér um nauðungarhelgidagana: http://www.andriki.is/default.asp?art=15121999

"Trúfrelsi felur enda ekki eingöngu í sér að borgararnir skuli frjálsir geta valið sér trúfélög eða staðið utan þeirra, heldur einnig að þeir geti í friði iðkað trú sína í samræmi við eigin sannfæringu. Ríkið ætti ekki að segja mönnum hvernig þeir skuli eða skuli ekki iðka trú sína?"

Hér leggur Andríki/Vefþjóðviljinn til að þjóðkirkjan og allt sem henni tilheyrir verði tekið af fjárlögum: http://www.andriki.is/vt/lesenda/graeddur_er_geymdur_eyrir.pdf

Ég finn hins vegar ekkert á Andríki um að ríki og kirkja eigi að halda sambandi sínu áfram. Er það þess vegna sem þú kallar þá "hálfvita", "fábjána", "fávita" og "fífl"?

B.

Matti - 31/10/07 13:00 #

Fyrsti pistillinn sem þú vísar í síðustu athugasemd fjallar um málið á forsendum kirkjunar, eða eins og þar segir:

Auðvitað hlýtur það að vera kirkjunnar að ákveða hvaða hjónabönd sé rétt að vígja innan vébanda hennar. Það er óþolandi fyrir kirkjunnar fólk, sem hefur eytt miklum hluta ævi sinnar í að mennta sig í guðfræði og helgisiðum kirkjunnar, að þurfa að taka því að mis-upplýstir og velviljaðir þingmenn taki svo stórar ákvarðanir í málefnum hennar. Restin er eftir því. Þessi pistill gæti verið skrifaður af ríkiskirkjupresti.

Annar pistillinn sem þú vísar á er bara almennt diss á Ólaf Ragnar en ég skal hrósa þeim fyrir að hafa gagnrýnt bruðlið við Kristnihátíð. Sá pistill er frá árinu 2000.

Þriðji pistill er ágætur en um leið afar hógvær. Hann er frá árinu 1999.

Svo finnur þú eina línu í pdf skjali! Gott hjá þér.

Þú tókst vonandi eftir því að ég strikaði yfir orðin sem þú nefnir. Það breytir því ekki að pennar Vefþjóðviljans eru bölvaðir asnar ansi mistækir.

Spáðu t.d. í því hvað þeir hafa eytt miklu púðri í að gagnrýna Strætó, þegar kostnaður við það batterí er miklu miklu minni en kostnaður við Ríkiskirkjuna.

Slepptu því að gefa upp ógilt póstfang, það er óttalega hallærislegt.

Matti - 31/10/07 13:27 #

Annars er einn heimskulegasti pistill sem þessir grasasnar drengir hafa skrifað þessi hér þar sem þeir kvarta undan því að fjölmiðlar ræði við Richard Dawkins!

Þú mættir endilega útskýra hann fyrir mér.

Birgir - 31/10/07 13:30 #

Vefþjóðviljinn segir að það sé sanngirnismál og best fyrir kirkjuna að skilið verði milli hennar og ríkisins.

Þetta er mjög skýrt.

Þetta eru bara þrír pistlar sem ég fann í skyndingu. Þeir eru vafalaust fleiri.

Ég er sammála þér um að Andríki mætti skrifa meira um þetta ríkiskirkjumál frekar en strætó. Það er jú alltaf að fjölga í ríkiskirkjunni en fækka í strætó.

Matti - 31/10/07 13:33 #

Veistu af hverju það fjölgar í ríkiskirkjunni?

Birgir - 31/10/07 13:36 #

Eitt kvót en í "fávitana" á Andríki:

Nú er rétt að taka það fram áður en lengra er haldið að ýmis önnur samtök fá rekstrarfé úr ríkissjóði. Bændasamtökin og svonefnd þjóðkirkja eru til dæmis í þeim hópi. Styrkir til þeirra eru ekki síður einkennilegir en til Samtaka iðnaðarins. Almennt má segja að áhugamenn um iðnað, landbúnað, messuhald eða hvaðeina eigi að sjá um að fjármagna sinn félagsskap sjálfir en halda skattgreiðendum utan við það mál. http://www.andriki.is/default.asp?art=23102002

Matti, hvar eru pistlarnir sem þú segir að Andríki hafi skrifað um að ríki og kirkja eigi að vera eitt? Geturðu ekki vísað í þá?

Matti - 31/10/07 13:40 #

Vá, þeir minnast á að styrkir til Þjóðkirkjunnar séu einkennilegir. Finnst þér þetta virkilega styrkja málstað þinn (og þeirra)?

Matti, hvar eru pistlarnir sem þú segir að Andríki hafi skrifað um að ríki og kirkja eigi að vera eitt?

Lestu skrif mín aftur og bentu mér á hvar ég held því fram?

Reyndu svo að setja athugasemdir þínar almennilega upp, ég hef þurft að laga þær allar.

Notaðu gilt póstfang eða vertu úti, mér leiðast nafnleysingjar.

Birgir - 31/10/07 13:58 #

Þú segir um ríkiskirkjuna: "Af hverju er þetta eina ríkisstofnunin sem andríki gagnrýnir aldrei?"

Andríki er margoft búið að leggja til aðskilnað ríkis og kirkju og að öll trúfélög verði tekin af fjárlögum. Er það ekki gagnrýni?

Andríki er líka sífellt að gagnrýna kirkjuna sjálfa, jafnvel fyrir afstöðu hennar til vatnalaganna! http://www.andriki.is/default.asp?art=02042006

Og líka fyrir skoðanir presta á stórum gulum bílum! http://www.andriki.is/default.asp?art=04042006

Fáir virðast seilast lengra en Andríki til að snupra kirkjuna. Það dugar Matta ekki. Mikill er vanmáttur vantrúarinnar.

Matti - 31/10/07 14:05 #

Andríki er margoft búið að leggja til aðskilnað ríkis og kirkju og að öll trúfélög verði tekin af fjárlögum. Er það ekki gagnrýni?

Þetta er afar frumleg notkun á hugtakinu "margoft".

Vantrú Andríki telur Þjóðkirkjuna upp í löngum lista og þú túlkar það sem "gagnrýni á kirkjuna sjálfa". Frumlegt.

En loksins tekst þér, í strætópistli, að finna eitthvað þokkalega haldbært:

Þetta mál styrkir ágætlega þá skoðun, að brátt megi fara að skilja að ríki og kirkju. Það er tæpast hægt að ætlast til þess að skattgreiðendur yfirleitt séu að púkka upp á þjóðkirkjuna, ef fararskjótar fermingarbarna eru meðal helstu áhyggjuefna kirkjunnar manna.

Það var þá svo að andúð þeirra á strætó var meiri en ástin á Ríkiskirkjunni.

Þú hefur ekki enn svarað spurningu minni úr fyrri athugasemd, af hverju heldur þú að það fjölgi í Ríkiskirkjunni?

Notaðu gilt póstfang.

Birgir - 31/10/07 14:11 #

Jæja loks viðurkennir þú að Andríki vilji aðskilnað ríkis og kirkju. Ég hélt að þetta hefðist ekki.

Mér er slétt sama hvort fjölgar í þjóðkirkjunni og stendur því á sama um ástæður þess.

birgir@gilt.is

Matti - 31/10/07 14:13 #

Ég er vanur að viðurkenna hvað sem er svo lengi sem ég fæ fyrir því góð rök eða sannanir.

Lárus Viðar - 31/10/07 17:42 #

Það er gott ef Andríki styður aðskilnað ríkis og kirkju. Væri ágætt að sjá meiri skrif um málið á því vefriti í stað greina sem leggja út af löngum tilvitnunum í fyrrverandi ríkiskirkjubiskupa. [t.d. a,b,c]

Gunnlaugur - 01/11/07 01:44 #

Þetta er afar frumleg notkun á hugtakinu "margoft".

Það er sanngjarnt að benda á að hún er engu frumlegri en notkun þín á hugtakinu „aldrei:“

„Af hverju er þetta eina ríkisstofnunin sem andríki gagnrýnir aldrei?“ (leturbreyting þín).

Birgir gekk alveg inn á að Vefþjóðviljinn mætti gera betur, „að Andríki mætti skrifa meira um þetta ríkiskirkjumál frekar en strætó.“ Hann sýndi bara að þeir gerðu það oftar en „aldrei.“ Það væri engin ofrausn að viðurkenna það.

Þriðja greinin virðist frekar skrifuð til stuðnings kirkjunni ef eitthvað.

Hún gengur fyrst og fremst út á að samband kirkjunnar við ríkið sé óæskilegt. Hún rökstyður það meðal annars með því að það samband sé kirkjunni sjálfri í óhag; sá málflutningur virðist vissulega kirkjunni vinsamlegur en ég efa að henni finnist mikill stuðningur í honum. :)

Eftir stendur að Vefþjóðviljinn er málgagn kristilegra íhaldsmanna, ekki frjálshyggjumanna.

Tja ... þessi nýjasta grein þeirra sýnir vissulega slagsíðu, en væru ekki „kristilegir íhaldsmenn“ hatrammir gegn aðskilnaði ríkis og kirkju? Vestanhafs reyna þeir af öllum mætti að klína þeim saman.

Svo myndu „kristilegir íhaldsmenn“ varla setja út á að kristin kirkja fengi að njóta sérstöðu umfram önnur trúarbrögð:

Vefþjóðviljinn gerir sér jafnframt grein fyrir framlagi ýmissa annarra trúarbragða, en bendir á að engum hefur dottið í hug að veita þeim sérstaka stöðu af þeim sökum.

Loks eru þetta líklega einu „kristilegu íhaldsmennirnir“ í víðri veröld sem mæla fyrir lögleiðingu fíkniefna. Það er meira íhaldið!

Þér er frjálst að sletta þessari nafngift á þá, en mér sýnist hún ekki tolla sérstaklega vel. :)

Vefþjóðviljinn er samkvæmur sjálfum sér í því að mæla fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju (eins og Birgir benti á), en áhersla hans á þann aðskilnað virðist ekki vera í samræmi við hlutdeild kirkjunnar í ríkisfjárhagnum (og það virðist þið Birgir vera sammála um). Vefþjóðviljinn virðist ekki hafa sérstakan hug á að gagnrýna hana (eða önnur trúfélög) að öðru leyti --- enda væri það utan venjulegs áhugasviðs vefritsins.

Það hefði ég vissulega haldið að fjölgun í þjóðkirkjunni væri líka --- en það er eins konar aukahobbí hjá þessu vefriti, meðfram ríkisandúðinni, að birta svona „haha!“-pistla, þar sem vitnað er í ummæli einhvers manns og svo vísað í gögn (eða fyrri ummæli sama manns) sem virðast segja þveröfugt eða gera hann beran að ósannindum eða hræsni, „haha!“. Það er oft skemmtilegt. Þessi pistill hefur líklega átt að vera svona „haha!“-pistill, en hann er sannarlega voðalega lélegur.

Matti - 01/11/07 08:36 #

Ég notaði hugtakið aldrei því ég vissi ekki betur.

Pistillinn er kvabb og mætti fólk hafa það í huga.

Þegar kemur að trúarbrögðum virðist Vefþjóðviljinn hallast ansi hressilega að kristni. Vissulega eru dæmi um pistla þar sem þeir lýsa því að þeir vilji aðskilja ríki og kirkju. Jafn oft virðast þeir þau vitna í Sigurbjörn Einarsson eins og þar fari andlegur leiðtogi þeirra (en þetta var nú útúrsnúningur).

Anna Karen - 01/11/07 17:59 #

án þess að hafa lesið færsluna þá er ég viss um að andríkispennar eru smábarnaútgáfur af Ann Coulter (takk fyrir allar yfirstrikuðu lýsingarnar á þeim :-)

Birgir - 05/11/07 09:50 #

"Án þess að hafa lesið færsluna þá er ég viss um..."

Mikil er trú þín Anna Karen.

Matti - 05/11/07 09:52 #

Hvað er þetta, auðvitað treystir hún mér :-)