Örvitinn

Stefán Einar Stefánsson er ekki mesti aðdáandi minn

Það virðist eitthvað stuða guðfræðinemann og íhaldsmanninn Stefán Einar Stefánsson að ég var í Silfri Egils á sunnudag. Hér fyrir neðan eru athugasemdir hans um mig og tengdar athugasemdir af bloggsíðu Guðna Más.

Ég verð að segja að mér finnst Stefán Einar fara langt yfir strikið þegar hann dylgjar um getu mína til að ala upp börn. Mér finnst aftur á móti broslegt hvað ég fer í taugarnar á honum.

Stefán Einar @ 3/12/2007 15.32
Þegar ég horfði á framgöngu Matthíasar í gær kom aðeins eitt upp í huga mér: “úlfur í sauðagæru”. Ég held að réttast sé að taka saman skrif Matthíasar um kirkjuna, þjóna hennar, klámið sem hann virðist vera með á heilanum og ýmislegt fleira og birta opinberlega og spyrja fólk hvort þessi maður hafi nokkuð í það að gera að fjalla um uppfræðslu barna í landinu. Hann hefur löngu gerst ómerkingur í opinberri umræðu og mér finnst ámælisvert af Agli Helgasyni að bjóða mönnum af þessu sauðahúsi í þáttinn. Menn hljóta á einhverjum tímapunkti að mála sig út í horn!
Annars þakka ég þér þessa góðu færslu Guðni. Þú opinberar þennan mann með ágætum hætti og það var löngu kominn tími til þess.

Flosi Þorgeirsson @ 3/12/2007 16.29
Nú er ég hvorki kristinn né trúlaus en mér fannst grein Matthíasar í Fréttablaðinu vera stórgóð og þarft innlegg í nauðsynlegu umræðu um réttmæti trúboðs í skólum. Í raun finnst mér eins og Stefán sé að lýsa allt öðrum manni en þeim er skrifaði áðurnefnda grein og hefur skrifað ötullega á vef Vantrúar.

Matti @ 3/12/2007 17.57
Athugasemd Stefáns Einars lýsir hans innri manni en segir lítið um mig. Ég hef sagt í athugasemd á minni síðu að ég muni svara Guðna síðar enda athugasemd hans í lengra lagi og inniheldur nokkrar rangfærslur sem ég vil svara vandlega svo ekki verði frekar misskilningur.
Ég kannast ekki við að ég sé með klám á heilanum en játa að það kemur fyrir að ég skoða klám. Mér þykir það leiðinlegt ef sú synd dæmir mig úr leik í opinberri umræðu. Kannski er Stefán að ruglast, ég hef nefnilega sagt að ég sé með kynlíf á heilanum.
Ég játa það líka að margt ljótt hef ég sagt um kirkjunnar þjóna, sumu sé ég eftir en annað stend ég við. En það sem ég hef skrifað er varla verra en sumt af því sem Karl Sigurbjörnson hefur sagt um trúleysingja hér á landi. Ég hef það þó mér til varnar að stundum var mér heitt í hamsi vegna þess að mér þótti trúfélag vera farið að ráðast inn í fjölskyldulíf mitt.
Ég held ég hafi meira um uppfræðslu barna að segja en Stefán Einar, ég hef alið upp börn í tólf ár.
Mikið vildi ég svo að þessi umræða myndi snúast um eitthvað annað en persónu mína. Samtalið verður til lítils ef það á að vera á þessum nótunum.
Það hefur komið fram að Stefáni Einari finnst ég “plága” og “óværa”. Er það ekki nóg.

Stefán Einar @ 3/12/2007 19.26
Matthías Ásgeirsson hefur komið fram með þeim hætti í netheimum að hann hefur ekkert í sjónvarpsviðtöl að gera. Nú síðast neyddist ég til þess að stefna honum vegna svigurmæla af þeirri gerð að ekki var hægt að sitja aðgerðalaus hjá.
Þær hugmyndir sem birtust í þeim skrifum hans eru af því tagi að ég tel manninn ekki hæfan til rökrænnar orðræðu og ég verð að viðurkenna að ég efast um getu hans til þess að ala upp börn. Fólk sem býr yfir slíku dómgreindarleysi sem hann að birta viðlíka færslur hlýtur að eiga erfitt með að dæma um aðra þætti er lúta að siðgæði og siðferði sem nauðsynlegt er þegar barnauppeldi er annars vegar.
Skrifum Matthíasar er haldið vel til haga og það væri þarft verk að koma þeim á framfæri, m.a. viðbjóðslegri grein hans er hann síðar fjarlægði vegna tilmæla frá lögfræðingi mínum. Það myndi varpa ljósi á hann og gera hann að ómerkingi í augum allra heilbrigðra einstaklinga.

Matti @ 3/12/2007 20.45
Afskaplega þykja mér þessi skrif Stefáns Einars ómakleg.
Ég játa að pistill minn sem átti að vara grín og ádeila var vanhugsaður enda baðst ég afsökunar. Það er rangt að Stefán Einar hafi stefnt mér. Hann hótaði að stefna mér en dugað hefði að senda mér tölvupóst. Frekari hótarnir Stefáns Einars um birtingu eru hjákátlegar. Stefán Einar er augljóslega ekki maður sátta.
Ég verð að játa að mér hugnast ekki hve Stefán virðist upptekinn af persónu minni. Dylgjur um hæfi mitt sem foreldris eru að mínu mati ekki við hæfi og satt að segja frekar skammarlegar. Eins og ég sagði, þetta lýsir hans innri manni en segir ekkert um mig.

aðdáendur Ýmislegt
Athugasemdir

Steindór J. Erlingsson - 03/12/07 22:21 #

Ekki má gleyma ósvífnum árásum þessa einstaklings á guðfræðinginn Teit Atlason. Matti finnst þér ekki erfitt að standa í endalausum ritdeilum við svona vanstillta einstaklinga?

Matti - 03/12/07 23:01 #

Jú Steindór, stundum fæ ég nóg og tek þá bara pásu. En ég ætlaði mér ekkert að karpa við Stefán Einar, get lítið að því gert þó hann virðist vera með mig á heilanum.

Steindór J. Erlingsson - 03/12/07 23:19 #

Ég vildi að ég gæti tekið jafn virkan þátt í þessari baráttu og eins og þú og aðrir málsvarar lífsskoðanajafnréttis hér á landi gera, en því miður leyfir heilsan það ekki. Ég verð að láta mér nægja eina og eina blaðagrein, svona þegar "andinn" kemur yfir mig.

Birgir Baldursson - 03/12/07 23:23 #

Steindór, þótt þú sért ekki á fullu í þessu karpi okkar ertu nauðsynlegur partur af baráttunni. Blaðagreinarnar eru fyrirtaksinnlegg og gera a.m.k. sama gagn og störf okkar hinna.

Jón Magnús - 04/12/07 00:42 #

Ég tek undir með þér að Stefán Einar afskaplega ókurteis og fer oftar en ekki út í að ráðast á persónuna í staðinn fyrir að tækla málefnin.

Þetta sýnir aðallega hve lítill karl hann Stefán Einar er, þykist vera með mikla siðferðiskennd en er augljóslega siðlaus með öllu. Að draga börnin þín inn í einhverja umræðu og gera lítið úr þér sem foreldris er greinilega merki um minnimáttarkennd og óþol(haturs) gagnvart fólki með aðrar skoðanir en hann sjálfur.

Stefán Einar og Lárus Páll væru fínir saman enda blindfullir af kristilegu siðgæði. Ég vona að kirkjan opni fyrir giftinu samkynhneigða bráðlega því þeir myndu svo sannarlega vera góðir saman :D

Bragi - 04/12/07 14:51 #

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni í horni undanfarin þrjú ár. Ég hef ekki hætt mér út í hana af ákveðnum ástæðum. Hér er hún komin ljóslifandi. Menn eins og Stefán Einar og Lárus Páll, þeir hræða mig. Það er þessi blinda trú sem getur fengið fólk til að gera hörmulegustu hluti sem ég skynja í gegnum skrifin þeirra. Ég er ekki endilega að segja að þessir menn séu slæmir og hæfir til vondra verka. Hins vegar fæ ég svipaða tilfinningu gagnvart þeim og ég fæ gagnvart mönnum sem taka skipunum gagnrýnislaust. Mönnum sem eru tilbúnir til að grípa til örþrifaráða ef þeim er ógnað. Það er ástæðan fyrir því að ég hef hingað til ekki hætt mér út í þessa umræðu.

Skrif Stefáns Einars um fjölskyldulíf kunningja míns og vinar hans Matthíasar voru hins vegar dropinn sem fyllti mælinn. Þið vantrúarmenn eruð kannski orðnir vanir slíkum blammeringum frá andstæðingnum en svona árás er ekki bara ósiðleg og málunum óviðkomandi, hún er hreint og beint andstyggileg. Ég tala nú ekki um að viðkomandi er með þessu að brjóta hið minnsta eitt boðorð ef ekki tvö með þessum málflutningi. Það eitt sýnir umkomuleysi hans.

Kristinn Snær Agnarsson - 04/12/07 17:47 #

Hátterni Stefáns að neita að leiðrétta rangfærslur sínar um Siðmennt eru í raun allt sem þarf að lesa til að sjá hversu mikill heigull hann er. Tilgangurinn helgar greinilega meðalið hjá honum og allt leyfilegt í nafni drottins.

Ég er hættur að lesa síðu Stefáns enda fá skrifin þar mig til að missa trúna á mannkynið.

Þráinn - 04/12/07 21:43 #

Hér hafa menn gagnrýnt Stefán Einar fyrir ummæli hans og þykja þau harkaleg. Menn ættu þó að gæta að eigin orðalagi, ummæli um Stefán Einar hér í athugasemdum eru komin langt yfir strikið. Ég þekki Stefán Einar að góðu einu og það sem hér er sagt um hann er eitthvað sem hann á engan veginn skilið.

Matti - 04/12/07 22:05 #

Hér hafa menn gagnrýnt Stefán Einar fyrir ummæli hans og þykja þau harkaleg.

Uh, "þykja þau harkaleg"! Ertu ekki að grínast?

Ummæli Stefáns Einars voru ekki "harkaleg", þau fóru langt yfir strikið.

Í þessari umræðu getur Stefán Einar ekki játað að hann fór rangt með þó ítrekað sé búið að sýna fram á það.

Ummæli hans um Teit Atlason eru afskaplega ódrengileg.

Það er gott að stendur með þínum manni, en reyndu að skilja að við getum einungis dæmt Stefán Einar út frá því sem hann skrifar opinberlega eða prédikar í ríkisútvarpinu. Hann er ítrekað búinn að "dæma mig úr leik" í opinberri umræðu. Ef við notum sömu mælistiku á vin þinn er hann því miður úr leik líka.

Þráinn, ert það þú sem skrifar á bloggsíðu Stefáns:

Án tenginar við kristindóminn eru jólin einfaldlega innihaldslaus hátíð.

Þetta þykir mér ákaflega barnaleg sýn á veröldina.

Haukur Ísleifsson - 04/12/07 23:24 #

Stefán hefur einhvað á móti þér Matti.

Jón Ómar - 05/12/07 14:14 #

Það er náttúrlega fáránlegt að þú höfundur færslna á www.orvitinn.com skulir býsnast yfir ummælum annarra þegar þú gegnur sjálfur hart fram.

Sem dæmi má nefna skrif þín um: Karl Sigurbjörnsson Bolla Pétur Bollason (Leikskólaprest)

Ps. Mér þykir þú einnig hafa barnalega sýn á veröldina...

Matti - 05/12/07 14:18 #

Ég ætla að vitna í færsluna hér fyrir ofan, en þar vitna ég í athugasemd mína á heimasíðu Guðna Más þar sem ég segi m.a.

Ég játa það líka að margt ljótt hef ég sagt um kirkjunnar þjóna, sumu sé ég eftir en annað stend ég við. En það sem ég hef skrifað er varla verra en sumt af því sem Karl Sigurbjörnson hefur sagt um trúleysingja hér á landi. Ég hef það þó mér til varnar að stundum var mér heitt í hamsi vegna þess að mér þótti trúfélag vera farið að ráðast inn í fjölskyldulíf mitt.

Hvað stendur þá eftir í athugasemd Jóns Ómars?

Veistu annað? Ég hef aldrei kallað biskup siðleysingja í fjölmiðlum (eins og hann hefur kallað trúleysingja) og ég hef aldrei stundað trúleysisboð á börnum Bolla Péturs.

Ps. Mér þykir þú einnig hafa barnalega sýn á veröldina...

Jón Ómar, hér var ég að svara tiltekinni fullyrðingu um jól án kristindóms. Hverju ert þú að svara?

Jón Ómar - 05/12/07 14:39 #

Sæll.

Mér finnst það barnaleg sýn að vilja alltaf vera í stríði. Heimurinn sem þú virðist á stundum sjá er "þú" og "hinir", þú vilt deila við "hina" um "þá" og hvernig þeir fara illa með þig og þína.

Hvernig væri að hafa aðra nálgun í þessum umræðum. Stíga upp úr skotgröfunum, skila inn vopnunum og skoða heiminn. Taka upp á því að ræða við hina um okkur öll.

Þá ræðum "við" um "okkur"!

Væri það ekki skemmtilegt! Það myndi örugglega skila meiru en:

Þú sagðir... nei ég sagði þetta ekki... jú víst ... ég er fórnarlamb... .nei ég er fórnaramb... þú ert... afhverju ertu svona vondur við mig...

Eg veit að þú munt eflaust gefa lítið fyrir þessar athguasemdir mínar. Og þessum mínutum sem ég varði í að skrifa þessa athugasemd hefðu betur farið í eitthvað annað.

Mögulega finnst þér ég vera fífl fyrir að hafa ritað þessi orð og þá verður bara að hafa það.

Hafðu það gott í dag.

Matti - 05/12/07 14:44 #

Jón Ómar, það er rétt hjá þér. Það er lítið á þessari athugasemd þinni að græða.

Mér finnst það barnaleg sýn að vilja alltaf vera í stríði

Heldur þú að ég vilji vera í stríði? Vildi ég að prestur byrjaði að stunda trúboð í leikskóla dætra minna? Valdi ég það? Valdi ég Vinaleið?

Jón Ómar, það eina sem ég bið um er trúfrelsi og tjáningarfrelsi.

Hvað með þig?

Jón Ómar - 05/12/07 14:47 #

Trúfrelsið og tjáningarfrelsið er frábært!

Matti - 05/12/07 14:50 #

Það er ekki trúfrelsi á Íslandi í dag.

Það er ekki tjáningarfrelsi á Íslandi í dag ef ekki má gagnrýna kristna trú og önnur hindurvitni.

Ég vildi svo óska þess að þú reyndir að gagnrýna skoðanir mínar en ekki ranghugmynd þína um þær.