Örvitinn

Hundrað og áttatíu

180 stig í píluJæja, nú get ég hætt þessu píluveseni með vinnufélögum.

Eftir að Kolli hafði klúðrað hádegisleiknum upp á eigin spýtur og fært mér sigurinn á silfurfati ákvað ég að kasta þeim þremur pílum sem ég hafði á hendi - bara upp á gamanið.

Sú fyrsta fór í þrisvar tuttugu. Það gerist nú nægilega oft til að það tekur því ekki að tala um það. Sú næsta hafnaði þar líka, það gerist ekki jafn oft. Þegar þriðja pílan hafnaði einnig í þrisvar tuttugu ærðist Kolli af fögnuði*. Við fáum aldrei tækifæri til að fara í 180 í leik okkar þar sem sá sem kastar á undan þyrfti að ná meira en 120.

Sérfræðingarnir leika sér að þessu en við amatörarnir erum ákaflega ánægðir með okkur þegar þetta tekst.

Nú læt ég pílubloggi (a, b) lokið í bili. Það er ósennilegt að ég geti montað mig af nokkru í þeim efnum hér eftir.

* Þetta er tæknilega séð ekki alveg satt.

dagbók
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 06/05/08 23:00 #

Farðu út í alvöru challenge, en ekki vera að dútla í einhverjum leik sem hægt er að ná fullum tökum á á nokkrum vikum. Farðu að TEFLA. Skák er málið.

Matti - 06/05/08 23:41 #

Ég tefldi dálítið á mínum háskólaárum, dundaði mér á netinu og bætti mig dálítið - en gat samt aldrei neitt.

Það hefur reyndar verið rætt af og til að setja upp taflborð á kaffistofunni í vinnunni. Ég þarf að koma því í verk, er orðinn leiður á að vinna menn í pílu :-P

Sindri Guðjónsson - 07/05/08 00:09 #

Þess má geta að Hjalti (Rúnar Ómarsson), er sterkur skákmaður, og var einn efnilegasti á landinu þegar hann var krakki/unglingur.

Hvar varstu að tefla á netinu? Ég hef reyndar kynnt mér talsvert hvernig menn eiga að bæta sig í skák, m.a. vegna þess að ég sá um skákkennslu fyrir börn í Garðabæ á sínum tíma. Ef þig vantar tips, þá máttu láta mig vita ;-)

Matti - 07/05/08 00:14 #

Mig minnir að síðan hafi heiti icc. Ég keypti aðgang í a.m.k. ár og tefldi nokkuð, las um skák á netinu og tefldi við samnemendur mína í tölvunarfræði. Þar voru nokkrir ansi sterkir skákmenn, ég var aldrei meira en meðalskussi. Á icc minnir mig að ég hafi toppað í um 1500 stigum.

Sindri Guðjónsson - 07/05/08 00:21 #

Ah! ICC, það er aðal staðurinn. Það eru svo margir staðir þar sem hægt er að tefla ókeypis, að flestir sem eru ekki á kafi í skák, velja að tefla einhversstaðar annarsstaðar en á ICC (eða Playchess, sem er hinn staðurinn þar sem maður þarf að borga).

Matti - 07/05/08 00:25 #

Þetta var í gamla daga (1996-1997), það var ekki margt í boði þá :-)

Sindri Guðjónsson - 07/05/08 00:44 #

Oh! Fattaði ekki að háskólaárin þín hefðu verið þegar ég var að byrja í F.G.! (þú hefðir getað hafa verið í háskóla í kringum 2001 t.d. þess vegna...). Held að ég hafi verið að tefla á ICC á þessum árum sem þú ert að tala um undir nafninu Heman, og var með sirka 2100 stig yfirleitt í 3. mín. skákum (nennti aldrei að tefla lengri skákir en þrjár mínútur)

Jón Magnús - 07/05/08 10:55 #

.... er orðinn leiður á að vinna menn í pílu :-P

HÓST Hver vann þig í gær? Koma svo, ekki vera feiminn.

Matti - 07/05/08 14:31 #

Það er rétt og ég játa það glaður - Jón Magnús vann einn leik í gær og annann í dag. Ég vann einn í gær og tvo í dag.

Svona er þetta, maður getur ekki unnið allt þó maður sé bestur :-P