Annáll 2008
Þetta er mynd ársins og hér eru allar bloggfærslur ársins.
Ég skrifaði fátt af viti á árinu sem er að líða, verð líka vitlausari með hverju ári. Eitthvað gerðist þó á árinu. Ég fór í vélsleðaferð upp á langjökli. Fór tvisvar til útlanda (Berlín og London, skrifaði engar ferðasögur). Fór í fyrsta skipti á skíði í átján ár (Skálafell). Keypti mér nýja myndavél (Nikon D700). Blaðraði í útvarpi, talaði í Menntaskóla. Skrifaði alltof fáar greinar á Vantrú. Setti upp nýjan vefþjón. Hélt með Spánverjum á EM, vann rauðvínspottinn í vinnunni. Tók í spaðann á McGrath (hann er vitleysingur). Datt í það nokkrum sinnum (varð stundum þunnur). Horfði á Liverpool leiki (2008 var þeirra ár í ensku deildinni, verst að tímabilið er ekki jan-des). Las lítið, sá fátt, hlustaði ekki á margt.
Afrek ársins er tvímælalaust þegar ég náði 180 í pílu. Það gerðist bara einu sinni.