Örvitinn

Fjármagnstekjuskattur

Þorbjörn skrifar um fjármagnstekjuskatt og bendir á dæmi um hve slík skattlagning getur verið ósanngjörn. Vandamálið er að hvorki er tekið tillit til taps af fjárfestingum né vísitöluhækkana.

Peningar

Á síðasta ári tapaði ég því sem ég hafði setti í hlutabréf. Það var hluti af sparnaði og hugsað sem langtímafjárfesting. Ég seldi ekki þegar öll bréf fóru að lækka þar sem ég ætlaði ekki standa í braski og gat sætt mig við tap ef ávöxtun myndi skila sér á löngum tíma. Hvað um það, sá peningur er glataður og ekkert við því að gera. Eflaust væri langsótt að ætlast til þess að geta dregið slíkt tap frá skatti.

Sem betur fer var meginhluti sparnaðar á venjulegum bankareikningi (ekki króna í sjóði). Þessi reikningur er óbundinn með stigvaxandi vexti eftir innistæðu en ekki verðtryggður. Mér þykir afar ósennilegt að ávöxtun hafi haldið í við verðbólgu á síðasta ári. M.ö.o. þó vextir hafi verið góðir er sparnaðurinn minna virði í dag en fyrir ári ef tekið er tillit til verðhækkana. Satt að segja voru peningamarkaðssjóðir eina "örugga" fjárfestingin sem hélt í við verðbólgu þar til allt fór til fjandans. Í lok árs fluttum við helming sparnaðar á verðtryggðan reikning sem er bundinn til þriggja ára. Ástæða þess að við erum ekki með allt á bundnum reikning er að við þurfum að nota þennan pening í viðhald á húsinu (já, við erum að spara fyrir því!).

Við fengum ágætis vaxtatekjur síðasta dag ársins. Af því var strax dreginn 10% fjármagnstekjuskattur og greiddur í ríkissjóð. Þannig að við fengum ávöxtun á sparnaðinn okkar sem eflaust hélt ekki í við verðbólgu og þurfum af að borga fjármagnstekjuskatt af þeirri "ávöxtun".

Það er gaman að spara :-)

kvabb pólitík
Athugasemdir

katrín - 03/01/09 21:40 #

það sem mér finnst fáránlegast er að maður borgar líka fjármagnstekjuskatt af verðbótunum, fyrir mér eru verðbætur ekki gróði heldur það sem maður fær til að tryggja verðgildi sparnaðar sín, velji maður að binda sparnaðinn sinn í amk 3 ár

Matti - 03/01/09 23:18 #

Ég var ekki búinn að spá í því, það var nefnilega ekki búið greiða vexti eða taka fjármagnstekjuskatt af verðtryggða reikningnum okkar þegar ég skoðaði hann á föstudag.