Örvitinn

Vaxtatuð

Vextirnir á netreikningnum hjá Byr eru komnir niður í 8.2%. Ég heimta hærra vexti! Verðtryggði reikningurinn er með 5.6% vexti.

Verðbreytingin undanfarna þrjá mánuði samsvarar 4% ársverðbólgu.

Ég greiði svo 10% fjármagnstekjuskatt af vöxtunum þannig að það er spurning hvort eitthvað stendur eftir þegar tillit er tekið til verðhækkana.

Ég er reyndar að vinna í að tæma þessa sjóði þannig að þetta reddast.

Ýmislegt
Athugasemdir

Halldór E - 04/06/09 15:38 #

Þeir eru hættir að bjóða upp á nýja svona reikninga og beina viðskiptavinum fremur á Net12 reikningana sem hafa aðeins hærri vexti og eru reiknaðir og greiddir út mánaðarlega.

En það er rétt hjá þér að það er sárt að fá ekki lengur 15-16% vexti á peningana sína.

Matti - 04/06/09 22:35 #

Er einhver ástæða fyrir að maður ætti ekki að flytja aurinn yfir á Net12 reikning?