Örvitinn

Pastafærsla kvöldsins

Fyrir viku bullaði hún um ferskt pasta og í kvöld bullaði Jóhanna Vigdís enn meira um þurrkað pasta. Ég þarf ekkert að skrifa, Nanna matargúrú sá um það.

Ég hló eins og fífl meðan ég horfði. Þetta er nú meiri vitleysan. Auk þess notar hún alltof mikinn túnfisk í túnfiskpasta, hann er svo dóminerandi, hálf dós eða þrír fjórðu úr dós er alveg nóg. Túnfiskur á svo að fara út í rétt í lokin, það þarf ekki að elda hann í sósunni. Túnfisk úr dós á bara að hita :-)

Auðvitað má fólk elda pasta eins og það vill en mér þætti eðlilegt að þeir sem sjá um að kenna fólki að elda viti eitthvað hvað þeir eru að gera.

fjölmiðlar matur
Athugasemdir

Jón Magnús - 15/10/09 23:15 #

Gott að það koma pastafærsla.

Þetta eru æðislegir þættir, ég er ekki segja að ég læri eitthvað með því að horfa á þá en skemmtanagildið er þarna. Hún mætti jafnvel steypa meira í matreiðslunni, það myndi tvímannalaust auka skemmtunina.

Brjóta spagettíið (til hvers að hafa spagettí?), olían út í pottinn (ekkert smá magn), kalt vatn á pastað, ekkert salt, smakkaði það ekkert til þ.e. sauð það bara eins og "mamma" o.s.frv. og síðan var ég alltaf að bíða eftir því að hún skerði í puttann á sér - alveg magnað!

Var það annars ímyndun eða ætlar hún að elda risotto næst? Vá það það yrði gaman.

Matti - 15/10/09 23:17 #

Ég held það verði kjúklingur næst, kannski risotto með. Þá náttúrulega bara allt soðið út í einu og látið malla í tuttugu mínútur meðan hún gerir eitthvað annað.

Já, ég var líka alltaf að bíða eftir að hún tæki af sér puttann :-)

Óli Gneisti - 15/10/09 23:22 #

Ég hjó einmitt eftir þessu með risottoið og sagði við Eygló að Matti ætti örugglega erfitt með að halda aftur af sér þá.

En já, ég hló og hló.

Eygló - 15/10/09 23:23 #

Jey, það kom færsla um pastakonuna :-) Mér varð svo sterklega hugsað til þín Matti þegar hún fór að hrúga olíu í pastapottinn og braut svo pastað. Og svo fór hún alveg með það þegar hún sagði: "Það er nefnilega svolítill galdur að elda pasta" :-D

En mér finnst þessir þættir fínir, skemmtilega heimilislegir ;-)

Borgar - 16/10/09 10:57 #

Vá. Ég verð greinilega að fara að horfa á þessa snilld.

Mér dettur í hug, svona af lýsingunni, að í stað þess að nota kalt vatn til þess að skola alla olíuna af pastanu eftir á að það gæti verið tímasparnaður fyrir hana að hella bara olíunni beint ofan í vatnslásinn á meðan hún bíður eftir suðunni?

Matti - 16/10/09 14:03 #

Ég mæli með þessum þáttum, þetta er hin besta skemmtun. Veit samt ekki hvort ég þori að horfa á hana elda risotto :-) Treysti því að Nanna skrifi pistil af Jóhanna klúðrar því illilega.