Örvitinn

"Þjónar Jesú Krists"

Það er skrítið að reyna að ræða við presta. Þeir tala sama tungumál og ég - en samt ekki!

Þið getið ekki búist við því að prestar kirkjunnar sem flestir vinna myrkranna á milli við að svara kalli umhverfisins um kirkjulega þjónustu og kalli heilags anda um að standa með þeim sem fara halloka í samfélagi okkar sitji við löngum stundum til þess að skemmta fólki með trúmálaumræðu því hún frelsar engan mann, leiðir engan út úr myrkrinu. #

Spurningin sem blasir við hlýtur að vera; hvar finna prestar tíma til að skrifa pistla á trú.is og til hvers standa þeir í því fyrst það frelsar engann, leiðir engann úr myrkrinu?

En Bjarni lætur ekki þar við sitja, heldur erum ég og Teitur þjónar sjálfs Jesú Krists.

Þannig lít ég svo á að þið báðir Matthías og Teitur séuð þjónar Jesú Krists. Þið boðið hann og lofsyngið nafn hans á meðal Íslenskrar þjóðar með því að þið leitist við að skrumskæla, snúa útúr og finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar veilur í lífi og verki kirkjunnar. Aðhald ykkar er hressandi og heilnæmt og það er ekki hægt að þakka ykkur nógsamlega.

Ég stend við það sem ég hef áður sagt. Prestar vilja prédika, ekki eiga í samræðum eða rökræðum. Þeir afgreiða alla gagnrýni eins og Bjarni gerir hér, sem útúrsnúninga og skrumskælingar.

Prestar eru nefnilega yfir okkur hafin. Ef það er eitthvað sem sameinar presta er það sannfæringin um að þeir séu talsmenn sjálfs Gvuðs almáttugs. Hærra er varla hægt að hreykja sér.

Ég var eitthvað að velta fyrir mér að svara athugasemd Bjarna en sé ekki tilganginn með því. Ég er honum ekki samboðinn. Samræður skulu fara fram á hans forsendum, þar sem Gvuð er óskiljanlegur og óumræðanlegur en samt ku vera tilgangur með því að halda úti ríkiskirkju til að boða tilvist hans eða eins og Bjarni orðar það:

Guð á ekki það erindi við fólk að það haldi eitthvað um hann.

Þesu tengt.

kristni
Athugasemdir

Ásgeir - 04/11/09 23:40 #

Mér fannst þetta nú fallega sagt af honum.

Matti - 05/11/09 00:23 #

Finnst þér? Mér finnst þetta slöpp tilraun til að gera lítið úr öllu sem við stöndum fyrir.

Ásgeir - 05/11/09 00:39 #

Ég trúði honum bara þegar hann sagði að hann væri ekki að því.(?)

Tinna G. Gígja - 05/11/09 03:44 #

"Aðhald ykkar er hressandi og heilnæmt og það er ekki hægt að þakka ykkur nógsamlega."

Æl

Kristján Atli - 05/11/09 06:46 #

Þetta eru frábær ummæli. Hann gæti allt eins þakkað þér fyrir að kúka reglulega í bleyjuna þína. Hann gæti vart talað meira niður til ykkar Teits þótt hann reyndi.

Ég get liðið fólki það að vera trúað. Þekki fullt af slíku fólki og hef lítið út á það að setja ef trúin er jákvætt afl í lífi fólks, þótt hún sé það ekki fyrir mér. Hins vegar er ég meira en búinn að fá nóg af kirkjunni. Ef fólk gæti trúað í friði og engin væri kirkjustarfsemin væri ég helsáttur og myndi ekki angra nokkurn mann með tilraunum til rökræðna um þessi mál.

Matti - 05/11/09 10:11 #

Ef fólk gæti trúað í friði og engin væri kirkjustarfsemin væri ég helsáttur og myndi ekki angra nokkurn mann með tilraunum til rökræðna um þessi mál.

Ég skrifaði einu sinni grein á Vantrú þar sem ég segi nokkurn vegin það sama og þú hér.

Hólmfríður Pétursdóttir - 05/11/09 12:23 #

Kristin trú er samfélag. Við, kristið fólk, þurfum á samfélagi að halda í kristinni kirkju, hvort sem hún nú er þjóðkirkja eða ekki, það er annað óskylt mál.

Fólk sem tekur víglu til starfa innan kirkju hefur þegið þetta hlutverk, sem þið eruð að liggja því á hálsi fyrir að gegna. Það er hlutverk prests að predika, og annast sakramennti kirkjunnar.

Þið sem mest hafið fylgst með starfi presta hljótið að fara þekkja nokkuð vel til þeirra sem vekja flest andsvör hjá ykkur.

Það sem ég þekki til Bjarna er þannig að mér finnst hann hafa áhuga á samtali við samtímann og þar með ykkur.

Ekki halda alltaf að allir séu á móti ykkur.

Matti - 05/11/09 12:26 #

Ekki halda alltaf að allir séu á móti ykkur.

Ekki gera mér upp skoðanir, ég held ekki að allir séu á móti okkur.

Kristin trú er samfélag.

Þetta er mikið notaður frasi en hefur hann einhverja merkingu? Getur einstaklingur semsagt ekki verið kristinnar trúar? Ætlaðir þú að segja að kristin kirkja sé samfélag?

Það er hlutverk prests að predika, og annast sakramennti kirkjunnar.

En þeir gera meira en það. Þeir skrifa greinar og tjá sig opinberlega, t.d. á trú.is. Þess vegna sé ég ekki af hverju þeir ættu að vera of uppteknir til að svara spurningum á sama vettvangi og þeir tjá sig á fyrir.

Það sem ég þekki til Bjarna er þannig að mér finnst hann hafa áhuga á samtali við samtímann og þar með ykkur.

Finnst þér þessi síðasta athugasemd hans merki um slíkan áhuga?

Hólmfríður Pétursdóttir - 05/11/09 13:07 #

Þetta er mikið notaður frasi en hefur hann einhverja merkingu? Getur einstaklingur semsagt ekki verið kristinnar trúar? Ætlaðir þú að segja að kristin kirkja sé samfélag?

Kristin kirkja er aldagamalt fyrirbæri, eins og þú veist.

Kristin kirkja er samfélag einstaklinga um Biblíuna, bænir, sakramennti, lofgjörð og líka mannlega samveru. Svo ef þér finnst það orðalag frasi er það von því það hefur verið notað frá upphafi. Þar sem stjórnvöld koma í veg fyrir að kristið fólk hittist, myndast samt samfélagshópar.

En þeir gera meira en það. Þeir skrifa greinar og tjá sig opinberlega, t.d. á trú.is. Þess vegna sé ég ekki af hverju þeir ættu að vera of uppteknir til að svara spurningum á sama vettvangi og þeir tjá sig á fyrir.

Auðvitað gera þeir fleira, þó það sem ég taldi upp sé aðalatriðið.

Finnst þér þessi síðasta athugasemd hans merki um slíkan áhuga?

Já, ég tel mig vita að Bjarni sé maður samtalsins.

Gallinn við svona tölvusamtal er sá, að fólk sér ekki svipbrigði og látbragð hvors annars.Þess vegna meðal annars kem ég of inn á síðuna þína til að kynnast þér betur til ég misskilji síður það sem þú ert að segja.

Ég mæli með því að þú rennir yfir hjónabloggið, svona til að fá mynd af fólki sem er heilt í trú sinni og boðun og eru einlægir málssvarar minnihlutahópa og lítilmagna.

Ég held að þessar copy/paste æfingar mínar séu ekki til bóta.

Matti - 05/11/09 13:31 #

Kristin kirkja er samfélag einstaklinga um Biblíuna, bænir, ...

Akkúrat, kirkjan en ekki trú. Það var bara það sem ég var að leita eftir.

Ég mæli með því að þú rennir yfir hjónabloggið, svona til að fá mynd af fólki sem er heilt í trú sinni og boðun og eru einlægir málssvarar minnihlutahópa og lítilmagna.

Allra nema trúleysingja :-)

Ég held að þessar copy/paste æfingar mínar séu ekki til bóta.

Jújú, ég lagaði uppsetninguna aðeins. Settu "stærra en merki" fyrir framan textann sem þú vitnar í: "> blabla" og þá kemur hann inndreginn

blabla

Hólmfríður Pétursdóttir - 05/11/09 13:45 #

Takk fyrir hjálpina. Ég ætla að reyna.

Akkúrat, kirkjan en ekki trú. Það var bara það sem ég var að leita eftir.

Nú erum við aftur lent ofan í skurði. Trú er svo margt. Ég er nærri viss um að ég hef skrifað eitthvað álíka áður, en so what?

  1. Trú er sannfæring um að kenning trúarinnar sé rétt.
  2. Trú er iðkun siða sem trúin mælir fyrir um við hin ýmsu tækifæri.
  3. Trú er samfélag þeirra sem játa sömu trú þar sem þeir nálgast guð sinn á þann hátt sem hefðir hvers safnaðar eru.
  4. Trú er siðferðileg afstaða í daglegu lífi sem ræðst af þeim kenningum um rétt og rangt sem trúin boðar.

Allra nema trúleysingja :-)

Hver segir það?

Matti - 05/11/09 14:01 #

Án gæsalappa, bara >blabla :-)

Ég segi það. Jóna Hrönn barðist hatrammalega (svo ég noti orðfæri biskups) fyrir Vinaleið í Garðabæ og sú barátta var ekki alltaf fögur frá hennar hendi.

Þess má geta að hún neitaði að mæta á málþing og tala ef Vantrú yrði á móti henni. Féllst á að koma þegar Siðmennt var fengið í staðin.

Hólmfríður Pétursdóttir - 05/11/09 14:17 #

Þó hjón eigi að vera eitt þá finns mér þetta einum of mikið á ská.

Vel má vera að við sem viljum að sem flestir fái að njóta þess sem okkur finnst eftirsóknarvert held ég að við gerum oft sömu mistök og aðrir sem halda að það sé hægt að vera hlutlaus.

Hlutlaus getur enginn verið í umgengni og fræðslu hvort sem það er við börn eða fullorðna í grúnnskóla eða háskóla, það má reyna,en mín reynsla er sú að það er ekki hægt.(þessvegna hef ég alltaf sagt nemendum mínum að ég ætli að reyna að vera hlutlaus í trúarbragðafræðikennslunni, en líka sagt þeim að ég sé trúuð kristin).

Ég hef aftur á móti mátt sætta mig við að sumir kennarar dætraminna hafi láti sínar pólitísku skoðanir ráða kennslu í sögu og samfélagsfræði og fleiru og skil því vel þá sem óttast kristin áhrif í skólum.

Þau sem studdu vinaleiðina töldu að hægt væri að styðja börnin án þess að um beina boðun væri að ræða, sem sé að vera hlutlaus. Það gengur ekki.

Nú verð ég að halda áfram að prjóna engla.

Teitur Atlason - 05/11/09 20:38 #

Mér fannst þetta nú bara svolítið sætt hjá Bjarna. Ágætis svar. Ég tengi amk við þegar hann segir Vantrú vera nauðsynlega fyrir prestana. Það hefur aldrei verið neitt álíka apparat sem stöðugt potar í hugmyndafræðina eins og Vantrú. Trúvörn hans er reyndar svolítið spes.

"Kjarni trúarinnar er ekki að menn haldi eitthvaðum Guð, því ef til er alvitur og alnálægur Guð þá getur skilningur okkar á honum aldrei flokkast sem neitt annað en misskilningur"

Þetta hef ég aldrei séð áður. Með þessari skýrngu eru t.d allar biblíutúlkanir komnar út fyrir annnes og sker. Ég held að ekki margir prestar deili þessari guðsmynd með Bjarna.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 05/11/09 22:18 #

Ágætis svar.

Ágætis svar? Hann segir að kirkjan hafi ekki áhuga á trúmálaumræðum. Trúir því einhver að það sé í raun og veru satt? Bjarni heldur það ef til vill, en þetta er bara augljóslega léleg afsökun til þess að útskýra hvers vegna prestar ríkiskirkjunnar virðast ekki taka þátt í trúmálaumræðu.

Arnold - 06/11/09 06:56 #

Pretarnir vilja ekki trúmálaumræðu eins og hún verður þegar trúlausir spyrja erfiðra og óþægilegra spurninga. Prestarnir eru til að skýra ritninguna, leikmenn eiga að hlusta og samþykja.

Annars er Bjarni Karlsson úrvals maður og á allt gott skilið. En guðfræðin hans er ótrúlegt torf og síbreytileg. Hann er í raun öfgamaður þegar kemur að túlkun biblíunnar. Öfgafrjáslyndi myndi ég kalla það.

Kristján Atli - 06/11/09 09:31 #

„Kristin kirkja er aldagamalt fyrirbæri, eins og þú veist.“

Hólmfríður, kynjamisrétti er líka aldagamalt fyrirbæri. Það að eitthvað hafi verið stundað í aldir þýðir ekki að það megi ekki gagnrýna það, að það eigi skilyrðislausa virðingu inni hjá öllum.

Annars eru svör Bjarna týpísk. Eins og Matti hefur sagt áður vilja prestar ekki tala við fólk, þeir vilja prédika í áttina að því. Það er gott og blessað að gera slíkt einu sinni í viku í pontu, en þegar presturinn kemur niður á plan bloggsins (til dæmis) verður hann að vera reiðubúinn þeim viðbrögðum sem hann fær, jafnvel þótt þau séu ekki bara já og amen.

Eins og Teitur segir, þá snúa prestar út úr og Bjarni er engin undantekning. Guð er dularfull vera og við mannlega fólkið með okkar takmarkaða skilning eigum ekki að reyna að skilja hann (les: ekki beita gagnrýninni hugsun á söguna um Guð). Hins vegar megið þið endilega hlusta á okkur prestana útskýra allar Biblíusögurnar við sem flest tækifæri ...

Hólmfríður Pétursdóttir - 06/11/09 10:40 #

Kristján Atli, Mér sýnist þú hafa fallið í þá gryfju, sem við lendum stundum í þegar við lesum hratt yfir texta.

Matthías var að tala um klisíur og ég var að benda honum á að það væri von því orðalagið væri afgamalt.

Kynjamisrétti var og er ekki til umræðu að þessu sinni.

Ég hef áður í spjallli við Matthías bent á það sama og Bjarni gerir að guð er guð og við erum menn. Við notum því okkar mennsku orð um hans eilífa veruleika. Okkar reynsla um guðs veruleika. Það er það eina sem við getum notað, og fólk á öllum öldum hefur getað notað og þess vegna eru lýsingarnar og orðin sem eru notuð ekki alltaf eins.

Þetta krefst þess ekki að við setjum til hliðar alla rökhugsun eða gagnrýna hugsun, bara að við viðurkennum að við sérum ekki alvitur og almáttug.