Örvitinn

Ríkiskirkjan og fjölmiðlaeinelti

Það er eitthvað magnað við það að prestur kvarti undan einelti fjölmiðla í útvarpsmessu í Ríkisútvarpinu. Örn Bárður er einstakur. Sami fjölmiðill og útvarpaði messu séra Arnar hefur hvern einasta daga á fokking BÆN eftir að búið er að tala um veðrið. Erum við að tala um fjölmiðlana sem hóa í prest í hvert skipti sem einhver tognar? (eða því sem næst)

Valgarður Guðjónsson bloggar um fjölmiðla, kirkju og einelti. Friðrik Þór bloggar einnig um þetta meinta einelti fjölmiðla í garð trúfélaga.

Morgunblaðið er áróðursblað fyrir ríkiskirkjuna. Ritstjóri Fréttablaðsins er ákafur stuðningsmaður ríkiskirkju. Stjórnendur sumra spjallþátta í útvarpi eru frekar ákaflega hlynntir ríkiskirkju en aðrir hafa leyft sér að taka undir málstað þeirra sem vilja aðskilnað.

Eftir stendur að DV hefur staðið sig vel í umfjöllun um biskupsmálið, þrátt fyrir að prestur sitji í stjórn blaðsins og ritstjórinn hati trúleysingja.

Svo leyfir Örn Bárður sér að væla undan einhverju einelti. Þetta er náttúrulega klikkun, öllu snúið á haus eins og þegar bullan á skólalóðinni fer að væla ef einhver slær til baka.

fjölmiðlar