Örvitinn

Roðhundarök Guðmundar Andra

Reykjanesviti

Guðmundur Andri Thorson skrifar ágætan pistil um umræðuhefð í Fréttablaðið í dag. Þó greinin sé skrifuð vegna umræðunnar um flugvöll í Vatnsmýri hefur hún breiðari skírskotun.

En þetta er í eðli sínu þannig mál að það hefur ýmsar hliðar – satt að segja eru öll álitamál þannig, að þau hafa fleiri en eina hlið. Það hlýtur að vera verkefni fyrir skóla landsins að kenna krökkum að vega og meta mál út frá ólíkum sjónarhólum, í stað þess að temja sér strax roðhundarökræðuna. Að undanförnu hefur slík samræðulist – að urra hvert á annað – orðið sérlega áberandi í opinberri umræðu, þar sem menn gera sér að leik að slengja á „andstæðinginn“ sífellt fráleitari ávirðingum og er meginmarkmiðið að ergja hann, koma honum úr jafnvægi, fá hann til að segja eitthvað ámóta kjánalegt. Menn uppskera einhvers konar endemisfrægð fyrir að ná að ganga fram af sem allra flestum, fá uppslátt í fjölmiðlum og klapp á bakið fyrir vasklega framgöngu í leðjuslag þjóðfélagsumræðunnar. Undirliggjandi er svo að þetta „hafi nú ekki verið þannig meint“. Takist að valda öðrum uppnámi horfa viðkomandi hróðug í kringum sig og fyllast barnslegri gleði yfir því að hafa náð að spæla einhvern. Þessar daglegu spælingar yfir ímyndaðar víglínur eru að verða þjóðarböl. #

Vonandi hafa margir lesið þetta og tekið til sín, þar með talið Guðmundur Andri. Hann hefur nefnilega verið afar duglegur við það sem hann sakar aðra um. Sjá t.d.

Munurinn á Guðmundi Andra og flestum er að þegar hann kastar fram roðhundarökum gerir hann það á besta stað í mest lesna blaði landsins. Guðmundur Andri þarf, eins og við flest, að líta í eigin barm. Auðvitað er þægilegra fyrir okkur öll að gagnrýna aðra.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Eva Hauksdóttir - 09/09/13 18:58 #

Hvaða fólk er þetta sem fær uppslátt í fjölmiðlum og klapp á bakið fyrir að ganga fram af sem flestum?

Matti - 09/09/13 19:57 #

Ég hef ekki hugmynd :-)




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)