Örvitinn

28:16 aftur

Fór í ræktina í hádeginu. Var að spá í að taka brjóst og bak en þegar ég var kominn á hlaupabrettið ákvað ég að hlaupa sex kílómetra í dag. Reyndar ákvað ég það ekki endanlega fyrr en ég var búinn að hlaupa tvo kílómetra á tíu mínútum, leið vel í skrokknum (er eitthvað tæpur í hné þessa dagana) og ákvað að hlaupa áfram í stað þess að lyfta. Jók hraðann og stefndi á að bæta tímann síðast sem var 28:50.

Hef ekki hlaupið mikið undanfarið, er oftast að lyfta eða í fótbolta, en hef náði undir 29 mínútur a.m.k. í tvígang. Í dag fór ég þetta á 28 mínútum og 16 sekúndum.

Það eru næstum tólf ár síðan ég náði þessum tíma síðast. Ég er þrem kílóum léttari í dag, en líka næstum tólf árum eldri*!

Ég sé til hvort ég fer eitthvað út að hlaupa í sumar. Er lítill útihlaupari, er meira fyrir að hjóla.

*Var ekki nauðsynlegt að taka þetta fram? :-)

heilsa
Athugasemdir

Matti - 04/05/15 15:30 #

Hljóp aftur í hádeginu í dag. Hljóp 6km á 27:18 í þetta skipti. Átti greinilega eitthvað inni.

Ætla ekki að halda því fram að ég hafi farið létt með þetta en ég kláraði þetta samt.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)