Örvitinn

Bjarni Randver mígur í brunn

eldur

Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðinemi tjáir sig á Facebook um bloggfærslu mína og önnur viðbrögð Vantrúar eftir að fjölmiðlar komust í málið og föluðust eftir athugasemdum.

Í frétt hjá DV í dag er greint frá hneykslun vantrúarfélaga yfir því að sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir skuli hafa vísað til þess í grein í Fréttablaðinu að í guðspjöllunum taki Jesús Kristur sér stöðu með konum sem sagðar voru bersyndugar eða með öðrum orðum „druslur“ og hafði samneyti við þær sem jafningja #

Hér notar Bjarni Randver gamalkunna aðferð sem við þekkjum t.d. frá því að hann deleraði um klassíska frekju (lesið færsluna, þetta er nákvæmlega sama aðferð). Hún gengur í stuttu máli út á að gera sér upp skort á lestrarkunnáttu og um leið gera mér upp skoðun sem ég aðhyllist alls ekki. Kjarninn í bloggfærslu minni var einfaldur:

Ég hefði aldrei gert athugasemd við að kirkjufólk taki þátt í göngunni og styðji en grein Kristínar er tilraun til að hampa kirkjunni og kristni í tilefni dagsins. #

Ég hef ekkert út á það að setja að Kristín eða aðrir tali almennt um Jesú og bersyndugar konur. Það er samhengið sem skiptir máli, ekki einhver bókstafssértrúartúlkun á skrifum mínum. Ég var að gagnrýna Kristínu fyrir að nota þennan dag til að upphefja kirkjuna sína (og Bjarna), alls ekki að hneykslast á sögum af því að Jesú taki sér stöðu með druslum.

Í fyrri stöðufærslu á Facebook skrifaði Bjarni Randver:

Óþol vantrúarfélaga og einkennilegar bókstafstrúarsértúlkanir þeirra eru hér eins og svo oft áður fréttaefni fjölmiðla. Sem fyrr nálgast Matthías Ásgeirsson, einn helsti leiðtogi Vantrúar frá upphafi ... kristindóminn í öllum sínum menningarlega fjölbreytileika með sambærilegum hætti og helstu múslimaandstæðingarnir nálgast íslam. #

Hvar gerist ég sekur um þetta í bloggfærslunni? Hér er Bjarni Randver, algjörlega að ósekju, að tengja mig persónulega við þá hópa sem atast í múslimum. Það er Þjóðkirkjan sem er vatn á myllu moskuandstæðinga eins og sjá má af umræðunni á Íslandi, ekki ég eða Vantrú.

Það að Bjarni Randver rifji upp einhvern dónaskap frá Vantrú eða fólki sem tengist félaginu kemur þessari umræðu ekkert við. Hann er bara að míga í brunninn (sjá einnig orð Þórbergs), að reyna að beina athyglinni frá málflutningi okkar og að persónum (og þeim fáránlegu skrípamynd sem hann hefur búið til af okkur).

Þessi skrif Bjarna Randvers á Facebook eru enn eitt dæmið um það hvernig hann mistúlkar skrif mín og annarra í Vantrú til að upphefja sjálfan sig og ríkiskirkjuna. Það er satt að segja afskaplega þreytandi að kljást við þetta árum saman. Ég vil hvetja Bjarna Randver til að vanda sig örlítið betur við lesturinn og vinsamlegast hætta að nota ódýrar aðferðir til að villa um fyrir fólki.

Ýmislegt
Athugasemdir

Jói - 28/07/15 11:11 #

Eru þeir sem míga svona ekki réttnefndir hlandspekingar?

Matti - 28/07/15 11:17 #

Það má alveg fara að nota það ágæta orð yfir svona fræðimennsku.

Óli Gneisti - 28/07/15 17:26 #

Merkilegt hvað fólk getur innilega hunsað staðreyndir.

Matti - 28/07/15 17:56 #

Þetta gerist þegar fólk gengur á hlandlyktina.

Matti - 29/07/15 11:02 #

Og svo ég svari nú fyrir síðustu setninguna. Auðvitað er ég ekki fordómalaus - enginn er fordómalaus. En ég reyni þó að vera meðvitaður um það. Guðmundur Andri mætti líta í eigin barn og gá hvort hann hafi hugsanlega örlitla fordóma gegn Vantrú.